30.5.2014 | 12:06
Riða, minningar og brjálæði
Riða er einn dularfyllsti sjúkdómur heims. Hún smitast á milli kinda, án þess að nota erfðaefni.
Riða og aðrir skyldir sjúkdómar, eins og Creutzfeldt-Jacobs sjúkdómurinn og brjálaða kúapestin (mad cow disease), byggjast á smitandi prótíni. Prótínin sem kölluð eru príon eru þeirri sérstöku náttúru gædd, að geta skipt á milli byggingarforma. Svona dálítið eins og transformers, nema hvað eðlilega og náttúrulega. Annað formið er starfhæft prótín, hitt formið myndar klasa sem geta byggst upp og orðið til vandræða. Smitandi prótín hvatar myndun klasa og ýtir þannig sjúkdómunum af stað.
Riða var rannsökuð hérlendis af Birni Sigurðsyni og samstarfsmönnum á Keldum um miðbik síðustu aldar. Björn var mikill brautryðjandi í þessum rannsóknum, sem og á mæði visnu veirunni sem er skyld hinni skæðu HIV sem veldur alnæmi. Hannskilgreindi hæggenga veiru (smit) sjúkdóma fyrstur manna.
Stanley Prusiner fékk Nóbelsverðlaunin árið 1997 fyrir að sýna fram á að prótín gætu verið smitefni. En tilgátu hans var ekki vel tekið í upphafi, og það tók mörg ár þangað til uppgötvun hans var viðurkennd af vísindasamfélaginu. Sem betur fer er Prusiner mjög staðfastur og hollur sinni tilgátu, því aðrar manngerðir hefðu etv. gefist upp á mótlætinu og farið að rannsaka auðveldari hluti.
Það getur reyndar bæði verið slæmt og gott að vera staðfastur vísindamaður. Í tilfelli Prusiners hafði hann rétt fyrir sér, um príonin amk. En í mörgum öðrum tilfellum hafa vísindamenn hangið eins og hundar á roði, í tilgátum sem fyrir löngu hafa verið afsannaðar.
Prusiner gaf nú í vor út bók sem heitir Memories and Madness. Hún er á leslistanum mínum.
Ítarefni:
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.