7.6.2014 | 17:16
Skýjaborg eða gyllta brautin til framtíðar
Sem efahyggju maður að eðlisfari og atvinnu, þá finnst mér hugmyndin um að leggja vegi með sólarsellum fjarstæðukennd. Það er alveg rétt að vegir eru dýrir og að mannkynið þarf meiri orku. En það er ekki endilega víst að skipta malbiki út fyrir sólarrafhlöður sé lausnin.
Mín fyrstu viðbrögð voru að leita á netinu með Solar roadways og criticism sem lykilorð. Aaron Saenz skrifaði (árið 2010) að hugmyndin væri snjöll að vissu leyti en byggðist að of miklu leyti á óþróaðri tækni. Og að útfærslan, t.d. hvernig hætti að safna og veita rafmagninu væri órannsökuð. Það er viss kostur að hafa stór orkuver sem framleiða orkuna og veitukerfi sem safnar því saman. En af við þurfum greinótt safnkerfi og greinótt veitukerfi, þá eykst kostnaðurinn. Reyndar er kostnaðurinn við stóru orkuver einnig hár, en dæmið þarf að reikna til enda.
Almennt finnst mér hugmyndin um að sækja fjármagn fyrir tæknilegar framfarir og nýsköpun með hópkaupi alls ekki galinn. En málið er að hún opnar líka gátt fyrir grunlausa loddara, sem eru fyllilega sannfærðir um ágæti sinnar hugmyndar en átta sig ekki á því að hún sé tæknilega óframkvæmanleg eða efnahagslega óburðug.
Þeir sem vilja kíkja betur á málið ættu að lesa pistil Saenz.
http://singularityhub.com/2010/08/08/solar-roadways-crackpot-idea-or-ingenious-concept-video/
Hjón virkja vegi til orkuframleiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:31 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.