7.7.2014 | 20:54
PLoS 1 upp í 100.000
Fyrir sjö og hálfu ári var opnað nýtt vísindatímarit, Public library of science One. Tímaritið var einstakt að mörgu leyti. Í fyrsta lagi var það eitt af fáum tímaritum sem var opið fyrir alla að lesa, ekki bara þá sem höfðu áskrift. Tímaritið fylgdi í kjölfar á PLoS Biology, sem var stofnað nokkrum árum áður, sem samkeppni við Nature, Science og Cell.
Í öðru lagi gerði ritsjórnin enga kröfu um efni eða áherslur, svo lengi sem að vísindin og fræðimennskan væru vönduð, voru niðurstöðurnar birtar. Mörg önnur tímarit voru með þrengri áhugasvið, fjölluðu bara um gen eða birtu bara greinar sem voru álitnar áhugaverðar fyrir víðan hóp vísindamanna.
PLoS one gjörbylti vísindaútgáfu, og blaði óx gríðarlega. Um 2% af öllum vísindagreinum sem komu út í fyrra, komu út í PLoS one.
Og fyrir skemmstu var greint frá því að á 7 og hálfu ári hafa 100.000 vísindagreinar birst í tímaritinu. Það er gríðarlegt magn af niðurstöðum, og það besta er að allir geta lesið þær. Ekki bara þeir sem starfa við ríkustu háskólanna eða stærstu fyrirtækin.
Ég er stoltur af því að hafa birt í þessu tímariti og að starfa þar sem ritstjóri.
PLoS one hefur gjörbreytt umhverfi vísinda og með nýjum kröfum um aðgengi að frumgögnum, hefur blaðið þokað vísindunum lengra inn í tuttugustu og fyrstu öldina.
PLOS ONE Publishes its 100,000th Article June 23, 2014
Arnar Pálsson Að senda í PLoS One
Palsson A, Wesolowska N, Reynisdóttir S, Ludwig MZ, Kreitman M (2014) Naturally Occurring Deletions of Hunchback Binding Sites in the Even-Skipped Stripe 3+7 Enhancer. PLoS ONE 9(5): e91924. doi:10.1371/journal.pone.0091924
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.