Leita í fréttum mbl.is

Afrek vísinda og tækni

Mannkynið er einstakt meðal dýra jarðar að því leyti að við vinnum saman, öflum, geymum og miðlum þekkingu.

Þannig náum við að skilja náttúruna, lögmál himinhvolfa og efnis, og byggja stórkostlega hluti. Geimferðaáætlun NASA og önnur verkefni tengd rannsóknum á geimnum eru ein stæðilegustu minnismerkin um þessa einstöku hæfileika mannkyns.

Lending á tunglinu undirstrikar þetta mjög skýrt. Við getum öll séð tunglið á himni, og vitum (nema þeir sem afneita lögmálum eðlisfræðinnar) að tunglið er á sporbaug um jörðu í um 384,400 km fjarlægð. Til að senda menn þangað þurfti meiriháttar skipulag, fjármagn og tækniþekkingu. Einnig þurfti stóran hóp vísindamanna og tæknimenntaðs fólks, og menn sem gátu skipulagt og samþætt verkefnið.

Þótt það séu 45 ár síðan flaugin með geimfarana þrjá lenti á tunglinu, þá er þetta afrek eitt það merkilegasta í bæði mannkynssögunni og vísindasögunni. Það er okkur holl áminning að rifja afrekið upp, og hugsa til þess að þekking og tækni geta hjálpað okkur að leysa aðkallandi vandamál jarðar og mannkyns.

img_1003.jpgMynd af hreyflum geimskutlunar - tekin í Flug og geimferðasafninu (Air and space museum Chantilly) - AP.


mbl.is Grét þegar Armstrong steig fæti á tunglið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband