Leita í fréttum mbl.is

Verjum afkvæmin fyrir ásókn mannfólks

Við mennirnir erum orðnir fleiri en 7 milljarðar. 7.000.000.000 einstaklinga, sem hver um sig þarf fæðu og húsnæði, klæði og eldsneyti, skraut og lyf, lífsfyllingu og minningar.

Áður en frumbyggjar Ameríku námu þar land, bjuggu mörg stór dýr bæði norðan og sunnan Mið Ameríku. En á nokkur þúsund árum voru þau öll veidd upp til agna. Tugir tegunda stórra dýra dóu út. Bein og aðrar leifar þessara dýra voru svo fersk að hvítu mennirnir sem stofnuðu Bandaríkin gerðu út leiðangra til að leita þeirra, vitanlega með það að markmiði að veiða þau og hengja hausana upp á veggi.

lffraedi_orn.jpgÞví hefur verið haldið fram að stóru dýrin í Afríku hafi lifað af, vegna þess að þau hafi þróast í sambýli við mennina. Stóru dýrin í Ameríku voru ekki, "þróunarlega" viðbúin atlögu frumbyggjanna og hafi þess vegna dáið út.

En undanfarin árhundruð hefur hallað undan fótum, loppum, hófum og klaufum stóru dýranna í Afríku. Vinnufélagar mínir voru í Afríku í hitteðfyrra og sögðu að stóru þjóðgarðarnir væru í mikilli hættu vegna veiðiþjófnaðar og minni garðar einnig vegna annarra landnytja.  Þeirra heimildamenn sögðu að ef færi sem horfði yrðu innan fárra áratuga væru engin villt dýr eftir í þjóðgörðunum, vegna ásóknar og taps á búsvæði. Í framtíðinni þyrfti að læsa þau inni á víggirtum búgörðum til að þau gætu lifað af.

Það eru stórkostleg forréttindi að fá að sjá villt dýr og njóta óspilltrar náttúru. Við getum styrkt samtök sem vernda stóru dýrin í Afríku en ættum líka að vernda íslenska náttúru, hið viðkvæma litla blóm sem sekkur í uppistöðulón, treðst undir fjórhjóli eða sviðnar í brennisteinsgufu. 

Myndina tók Róbert Arnar Stefánsson (copyright), Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi. Á vef stofunnar má finna fleiri myndir af örnum og náttúru Breiðafjarðar.


mbl.is Varði afkvæmið fyrir hungruðum ljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ahlam Tamimi, þjóðhetja í augum Hamasliða og stuðningsmanna þeirra í Palestínu, "státar" af að hafa myrt fjölda barna í árásum á veitingahús og skóla, en hún gleðst mikið yfir þessu og er þekkt sem brosmildi morðinginn og er sérlega ánægð þegar henni tekst að myrða börn. Ein krafa Hamas samtakanna er að allir fangar henni líkir verði tafarlaust látnir lausnir annars verði aldrei friður. Það tókst að fá hana laus með að hóta að myrða saklausa Ísraela í hennar stað og hún hefur nú sinn eigin sjónvarpsþátt á þessu málgangi Hamasmanna og hvetur þar upprennandi hryðjuverkamenn til ódáða.

Ungfrú Tamimi montar sig af hryðjuverkunum: http://www.youtube.com/watch?v=Iq28f0VztYw

Um hinn nýja sjónvarpsþátt Ahlam Tamimi á sjónvarpsstöð Hamas samtakanna. http://www.jewishpress.com/tag/ahlam-tamimi/

Ofsafenginn gleðihlátur Ahlam Tamimi fyrst þegar hún frétti henni hefði tekist að myrða fleiri börn en ætlunin var: http://www.youtube.com/watch?v=xLXAwETtu0Q

Palestínska sjónvarpið heiðrar sjálfsmorðsárásarmann sem réðst á fjölskyldufólk á Sbarro og myrti börn og foreldra (sama Sbarro og var í Kringlunni?): http://www.youtube.com/watch?v=0_IxSlbDTBI Sá maður var samverkamaður Ahlam Tamimi við ódæðisverk.

Í lok þessa viðtals við Ahlam Tamimi er viðtal við foreldra þessa samverkamanns hennar sem lýsa stollti og gleði yfir syni sínum og ánægju með hans verk og "píslarvotts" dauða hans og hve mörg börn hann hafi myrt: http://www.youtube.com/watch?v=uSj8SiEkUz0

Hamas heimtar nú að fá fjölda slíka lausa í viðbót við þessa nýju Ophruh Winfrey Palestínumanna ef svo má segja (í kaldhæðni), og þið skiljið kannski frekar núna hvers vegna Ísraelar geta ekki auðveldlega fallist á slíkt vopnahlé.

Frú Tamimi er bara ein af mörgum, mörgum.

http://www.youtube.com/watch?v=uSj8SiEkUz0

http://www.youtube.com/watch?v=uSj8SiEkUz0 (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 00:30

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þetta er hverju orði sannara, Arnar. Til að lifa í nokkuð góðu jafnvægi við náttúruna og samtímis geta boðið öllum góð lífsgæði, þá væri 500 milljónir ágætis mannfjöldi.

Því miður eru fleirri jarðarbúar en hægt er að bjóða lískjör á borð við þau sem tíðkast í löndum eins og Íslandi. Þetta leiðir af sér alls konar vandræði, stríð, hungur og sjúkdóma, svo ekki sé minnst á rugl eins og færsluna hér að ofan...

Hörður Þórðarson, 26.7.2014 kl. 02:24

3 identicon

Færslan mín er ekki rugl. Googlaðu Ahlam Tamimi. Hún var hryðjuverkakona. Hún er sjónvarpsstjarna. Þúsundir fylgdu samverkamanni hennar til grafar og hann var heiðraður á sjónvarpsstöðvum, ekki bara sjónvarpsstöðvum styrktum af Hamas. Þú ert að hjálpa þessari konu, Höður, með einhliða áróðri, en skilur það ekki. Við hin erum að reyna að bjarga Palestínumönnum frá ofsatrú og fáfræði og sálrænum áhrifum heilaþvotts eins og þess sem sjónvarpsþáttur Ahlam er. Áhrif hans eru ekkert minni eða verra en það allra versta í boði vestrænna leyniþjónusta og fólkið á bak við hann er menntað og efnað. Ahlam er ekki bara háskólamenntuð, heldur stórefnakona.

http://www.youtube.com/watch?v=uSj8SiEkUz0 (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 03:53

4 identicon

Hún var aldrei fátæk. Hún missti engan ættingja. Hún naut góðrar menntunar. Hún er ekki fórnarlamb. En hún býr þau til viljandi, ekki bara úr Ísraelum heldur úr sínu eigin fólki og hún hefur leitt marga í dauðann. Hún starfar ekki ein. Það eru margir, margir eins og hún. Sem betur fer er Mossad ótrúlega öflug og stöðvar þetta fólk oftast. Afþví að margir Ísraelar þjást af taugasjúkdómum út af stanslausri stríðsógn og þetta skapar hættuástand í landinu lætur Mossad það yfirleitt ógert að segja fólk frá því ef verslunarmiðstöð var næstum því sprengd í loft upp, sem gerist í hverri viku. Ben Gurion er best vaktaði flugvöllur heims með best þjálfaða starfsfólkið, og í hverri viku er tugum manns frá öllum heimshornum vísað úr landi áður en þeir fara út af flugvellinum.

http://www.youtube.com/watch?v=uSj8SiEkUz0 (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 03:56

5 identicon

Hörður er algjörlega á villigötum með að það sé sjálfsagt og eðlilegt að bjóða mönnum upp á lífskjör eins og tíðkast á Íslandi, þegar þau bitna á lífskjörum annarra manna og þjóða. Iphone og tölvur eru ekki mannréttindi, en það er matur og húsaskjól. Gemsinn þinn og talvan urðu til með hjálp þrælavinnu frá þriðja heiminum. Þér finnst eðlilegt að fækka mannkyinu? Ef einhver sem hefur vald til þarna úti er sammála þér vona ég að þeir byrji á þeim sem breiða út óhróður um aðra menn og eru meira að segja tilbúnir til að afsaka hryðjuverk og neita að meðtaka staðreyndir. Hitler tapaði víst stríðinu, svo vonandi þeir hafi svipaðan smekk og ég og haldi frekar lífi í góðu og óeigingjörnu fólki en eiginhagsmunaseggjum sem telja forréttindi sín sjálfsögð og eðlileg og geta sofið þó þeir breiði út óhróður um aðra.

http://www.youtube.com/watch?v=uSj8SiEkUz0 (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 04:37

6 identicon

Ég er að tala við Hörð þennan sem dreifir áróðri frá æsingarmönnum og ofsatrúarfólki en neitar að kyngja staðreyndum frá eðlilegum fréttamönnum um dæmda hryðjuverkamenn, heldur álítur það áróður að reyna að sjá til þess að báðar hliðarnar fái að halda mennsku sinni en málstaður þeirra sé ekki afskræmdur í málstað skrýmsla. Staðreyndin er sú að of margir Palestínuemnn eru fórnarlamb heilaþvotts og okkur ber siðferðisleg skylda til að uppræta hann. Það á enginn að vorkenna fólk eins og Ahlam sem fékk öll tækifæri í lífinu en nýtti þau bara til ills.

http://www.youtube.com/watch?v=uSj8SiEkUz0 (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 04:40

7 Smámynd: Arnar Pálsson

Óskráða IP tala

Ég skil að þú sért í uppnámi yfir ástandinu í miðausturlöndum. Allir heilvita menn með hjarta hljóta að gráta yfir þessum hörmungum. Og auðvitað eru ofbeldismenn og æsingamenn á báðum köntum og um heim allan. 

Okkar áskorun er að ganga ekki í lið með böðlum, sama hvaða liði þeir tilheyra. 

Mér þætti vænt um að þú settir frekar athugasemdir um efni pistilsins, því ég mun ekki fjalla frekar um stríðið á Gaza.

Takk Hörður fyrir að skrifa undir nafni.

Ég veit ekki alveg hvað margt fólk plánetan getur hýst, með góðu móti.

Staða er amk sú að fjöldinn er mjög mikill og álagið á náttúruna er ekki bara henni heldur okkur sjálfum hættulegt.

Við þurfum að finna betri leiðir til að vernda náttúruna og ræktarland, vatnsauðlindir og villta stofna nytjadýra og óætra.

Því miður er ekki mikill glamúr í slíkum verkefnum, og Markaðurinn hefur nær engann áhuga á að fjárfesta í mögulegum lausnum á þessu sviði.

Arnar Pálsson, 28.7.2014 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband