Leita í fréttum mbl.is

Doktorsnám við EMBL, sameindalíffræðistofnun Evrópu

Doktorsnám við EMBL, sameindalíffræðistofnun Evrópu

Tilkynning um doktorsnám:

Til umsóknar er doktorsnám við EMBL, sameindalíffræðistofnun Evrópu.  EMBL (www.embl.org/phdprogramme) býður upp á doktorsnám í sameindalíffræði, lífupplýsingum og skyldum greinum og geta Íslendingar sótt um námsdvöl við stofnunina.  Nemendur sem teknir eru inn í námið fá framfærslustyrk á meðan á námi stendur og er öll aðstaða til fyrirmyndar, m.a. góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk og leikskóli á staðnum.  Stofnunin er í fremstu röð á sínu sviði.  Þeir sem lokið hafa eins til tveggja ára rannsóknatengdu framhaldsnámi (MS eða fjórða árs verkefni) að loknu BS prófi í sameindalíffræði eða skyldum greinum eða í verk-, stærð- og tölvunarfræði, eru hvattir til að kynna sér tilhögun doktorsnáms við EMBL og senda inn umsókn.

Umsóknarfrestur er til 10. nóvember en skrá þarf umsóknina fyrir 3. nóvember.  Allar upplýsingar um námið er að finna á vefsíðunni http://www.embl.org/phdprogramme.  Einungis er tekið við umsóknum á netinu.  Frekari fyrirspurnir má senda til predocs@embl.de.  Einnig má hafa samband við Katrínu Valgeirsdóttur (katrin@rannis.is) eða Eirík Steingrímsson (eirikurs@hi.is).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband