Leita í fréttum mbl.is

Eyrnakerti og skynsemin

Læknirinn Björn Geir ritaði pistil um eyrnakerti og notkun þeirra.

Hann segir

--------------------

Eru eyrnakerti örugg? Nei.

Það er að sjálfsögðu hægt að brenna sig á þessu, kveikja í hári, fötum eða húsgögnum. Betra að hafa einhvern annann tilbúinn með vatnsfötu eða slökkvitæki ef maður endilega þarf að prófa .

En það er líka hægt að skaða eyrað. Bráðið vax drýpur niður í kertið innanvert eins og áður er lýst og tilfelli hafa komið upp þar sem fólk hefur brennst illa inni í ytra eyranu, fyllt það af storknu vaxi og jafnvel brennt gat á hljóðhimnuna. Íslandsvinurinn Edzard Ernst, Professor emeritus í græðarafræðum skrifaði nýlega um efnið á bloggi sínu og segir þar meðal annars frá ýmsum svona dæmum.  Í grein í einu af vísindatímaritum HNE lækna er sagt frá athugunum á eyrnakerta"meðferð" og m.a. höfðu um 20% HNE lækna sem spurðir voru meðhöndlað  skaða á eyrum af þessu.

... Heilbrigðisyfirvöld víða um  heim vara við notkun eyrnakerta. Meðal annars þau kanadísku.

http://bjorn-geir.blog.is/blog/bjorn-geir/entry/1435752/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband