Leita í fréttum mbl.is

Ráðgáta lífsins á prenti

radgata_frontur-120x180.jpgHver er mesta ráðgáta lífsins? Er það vitundin, uppruni lífsins, þróun nýrra tegunda eða undur frumunnar? 

Guðmundur Eggertsson, prófessor emeritus við HÍ, sameindaerfðafræðingur af guðs náð, hefur ritað snotra bók um ráðgátur lífsins, sem Bjartur gefur út. Í lýsingu á vefsíðu Bjarts segir.

Lífið á jörðinni á sér langa sögu en uppruni þess er enn mikil ráðgáta. Stóraukin þekking á innri gerð og starfsemi lífvera hefur ekki megnað að auka skilning á uppruna þeirra. Margvíslegar tilgátur um uppruna lífs hafa verið settar fram en um enga þeirra er einhugur. Jafnframt hefur reynst torvelt að svara spurningunni um eðli lífsins á sannfærandi hátt. Enn síður er til vísindaleg skýring á því að til skuli vera lífverur sem geta spurt spurninga um tilveru sína og uppruna.

Í þessari bók segir annars vegar frá upphafi sameindalíffræðinnar og merkum uppgötvunum sem lögðu grundvöllinn að nútímalíffræði. Hins vegar er fjallað um uppruna lífs og helstu tilraunir til að gera grein fyrir honum. Loks beinist umræðan að eðli lífsins og að meðvituðu lífi.

Dr. Guðmundur Eggertsson var um árabil prófessor í líffræði við Háskóla Íslands og vann að rannsóknum á sviði sameindaerfðafræði. Fjöldi greina eftir Guðmund hafa birst í íslenskum og erlendum tímaritum. Guðmundur er höfundur bókanna Líf af lífi: Gen, erfðir og erfðatækni og Leitin að uppruna lífs, líf á jörð, líf í alheimi

Ég er nýbyrjaður að lesa bókina og hún fer vel af stað. Stíll Guðmundar er aðdáunarverður og viðfangsefnið heillandi. Hann byrjar á að ræða sögu gensins og upphaf sameindaerfðafræðinnar. Segir meira frá bókinni eftir því sem lestrinum vindur fram.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mesta ráðgáta tilverunnar er vitund.

Og vísindi hafa engin svör.

Jóhann (IP-tala skráð) 11.9.2014 kl. 23:04

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ertu búinn að leysa Pýramída-ráðgátuna?

=Allt líf kom utanfrá /var flutt hingað frá öðrum stjörnukerfum

eða skapað hér á jörðu með einhverskonar genafikti utanjarðargesta.

=Það var engin tilviljanakennd þróun. (þó að allt líf þróist eitthvað smávegis).

=Guðirnir voru geimfarar eins og Erich Von Daniken heldur fram.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1290060/

Jón Þórhallsson, 12.9.2014 kl. 10:44

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Sælir Jóhann og Jón

Samkvæmt bók Guðmundar eru stærstu tvær ráðgáturnar, meðvitund og uppruni lífsins.

Vísindin hafa ekki leyst þær ráðgátur, en þau hafa þó nokkrar tilgátur  sem sumar hverjar eru prófanlegar.

Þó að vísindin hafi ekki svör við ráðgátum dagsins í dag, þá hafa þau samt fundið svör við ráðgátum fortíðar. T.d. fjölbreytileika lífsins, orsökum margra sjúkdóma, lögmálum himintungla og krafta sem móta byggingu jarðar og meginlanda.

Jón. Það er engin þörf að kalla til geimfara til að útskýra fjölbreytileika lífs á jörðinni, þróunarkenningin dugar fullvel.

Arnar Pálsson, 12.9.2014 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband