Leita í fréttum mbl.is

Háskólaráð ósátt við fjárlög

Drög til fjárlaga voru kynnt í vikunni. Það er ánægjulegt að sjá að fyrri áætlanir um niðurskurð til samkeppnissjóða verða ekki framkvæmdar. Í staðinn á að efla stuðning við samkeppnis- og tækniþróunarsjóði og í nýsköpun, þótt að ég viti reyndar ekki alveg hversu mikið eða nákvæmlega hvernig fénu verður dreift á milli sjóða og eininga.

Hins vegar er áhyggjuefni að stuðningur við Háskólastofnanir er enn frekar rýr. Háskólar hérlendis fá ekki með nándar nærri sambærilegt fjármagn og háskóla á norðurlöndum.

Háskólaráð Háskóla Íslands ályktaði að þessu tilefni og kallaði eftir frekari skilningi og stuðningi alþingismanna. 

Í ályktun Háskólaráðs segir:

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að fylgt verði ákvæðum samnings um Aldarafmælissjóð HÍ varðandi stefnumótun um fjármögnun til ársins 2020. Vinna við stefnu um fjármögnun 2015-2020 átti skv. samningnum að hefjast á haustmisseri 2013. Háskólaráð leggur ríka áherslu á að ekki verði frekari tafir á að viðræður hefjist.

Einkar mikilvægt er að standa vörð um árangur Háskóla Íslands og tryggja að skólinn geti áfram lagt sitt af mörkum til þekkingarsköpunar í nýjum og eldri atvinnugreinum í þágu íslensks samfélags. Á undanförnum árum hefur Háskóla Íslands þrátt fyrir allt tekist að treysta stöðu sína á meðal hinna bestu í harðri alþjóðlegri samkeppni eins og fram hefur komið á matslista Times Higher Education World University Rankings. Hafa ber í huga að staða Háskóla Íslands á listanum byggir að hluta á árangri í vísindum á árunum fyrir hrun og eru áhrif niðurskurðar fjárveitinga til skólans því ekki komin fram að fullu.

Öflugur og traustur háskóli er grundvöllur framtíðar hagvaxtar á Íslandi eins og í öðrum löndum. Þeir háskólar sem bestum árangri ná eru í löndum þar sem fjárframlög hafa verið aukin markvisst til að styrkja samkeppnishæfni viðkomandi ríkja.

Það er sannarlega gott að leggja áherslu á mikilvægi grunnrannsókna fyrir þjálfun fólks og nýsköpun, og þar með efnahagslíf þjóðarinnar. 

En menntun er einnig mannbætandi, og þegar vel tekst til, hjálpar hún fólki að takast á við fordóma sína og samfélagsins, færa umræðu upp á hærra stig og yfirstíga margvíslegar samfélagslegar forneskjur.

Vísindi eru ekki svarið við öllum vandamálum mannkyns. Heimspeki upplýsingarinnar og vilji okkar til að bæta samfélagið og tilvist mannfólks eru einnig mjög nauðsynleg hráefni.


mbl.is Hefur þungar áhyggjur af fjárveitingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband