Leita í fréttum mbl.is

Ráðgáta lífsins á öldum ljósvakans

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Ráðgáta lífsins ræddi Hanna G. Sigurðardóttir við Guðmund Eggertsson í Samfélaginu í nærmynd 10. september 2014. Viðtalið var kynnt á vef RÚV með þessum orðum:

Hvernig gerðist það að lífvana efni jarðarinnar þróaðist í það sem við köllum líf ? Og hvernig er hægt að skilgreina líf út frá efnasamsetningu og ferlum ? Þessar stóru spuringar eru meðal þeirra sem sameindalíffræðingar glíma við.

Í bókinni Ráðgáta lífsins eftir Guðmund Eggertsson erfðafræðing er gerð grein fyrir kenningum ýmissa fræðimanna sem komið hafa fram um lausn þessarar gátu, en við henni hafa enn ekki komið fram svör sem sátt ríkir um. Meðal hugmynda er meðal annars tilgáta um að elding hafi verið hvatinn sem gerði að verkum að ólífrænt efni breyttist í líf. Samkvæmt annarri er reiknað með að lífrænt efni hafi borist til jarðar utan úr geimnum. 

radgata_frontur-120x180.jpgHægt er að hlýða á viðtalið á vef RÚV, Samfélagið miðvikudaginn 10. september 2014.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Gætum við fundið svarið frekar í GUÐSPEKINNI

heldur en í erfðafræðinni?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1290060/

Jón Þórhallsson, 15.9.2014 kl. 09:40

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Jón

Svarið finnst örugglega ekki í guðspekinni.

Það finnst ekki heldur í erfðafræðinni. En erfðafræðin og þróunarfræðin saman gátu samt sagt okkur að:

1) Allt líf á jörðinni er af saman meiði

2) Táknmál prótínmyndunar hefur verið varðveitt í milljarða ára

3) kerfin sem byggja frumuna eru af sama meiði, en á þeim hafa orðið margvíslegar breytingar.

Það gefur okkur ágætar vísbendingar um eðli lífsins á jörðinni, og gefur okkur tækifæri til að spá fyrir um eiginleika lífs annarstaðar.

Arnar Pálsson, 15.9.2014 kl. 10:15

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þar erum við ekki sammála;

ég hallast frekar að kenningum Erich Von Daniken.

=Guðirnar voru geimfarar sem komu frá öðrum stjörnukerfum

og fluttu með sér allskyns dýr og plöntur til jarðarinnar.

=Það var engin tilviljanakennd þróun út frá pöddum>apa>manna.

Jón Þórhallsson, 15.9.2014 kl. 11:31

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Jón

Þér er sannarlega frjálst að trúa á Von Daniken.

En knífur Ochams segir okkur að velja einfaldari útskýringuna frekar en þá flóknari.

Og að líf hafi orðið til úti í geimi og borist hingað með geimförum er flóknari útskýring en sú að líf hafi orðið til á jörðinni.

Varðandi punkt 2, =Það var enginn tilviljanakennd þróun út frá pöddum til dýra til manna.

Þróun er ekki tilviljanakennd, nema að hluta... 

Maðurinn er ekki afurð tilviljunar, heldur sérstaks samspils tilviljana, sögu og náttúrulegs vals.

Maðurinn var ekki óumflýjanlegur, frekar en keisarafiðrildið eða Ebóla.

Arnar Pálsson, 15.9.2014 kl. 17:16

5 identicon

Jón, ég vil ekki verða einhverskonar stýri en bendi þó á -> P { margin-bottom: 0.08in; }A:link { }

http://theunboundedspirit.com/the-negative-effects-of-religion-on-society/

 sem smá svar, fólk virist þurfa að trúa, en það líka virðist gleyma afhverju.

-k -think.

ThinkTanker (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 17:35

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Arnar!

Kenningar Erich Von Daniken ganga ekki út á trúarbrögð eða að að trúa á hann sem persónu, heldur setur hann fram óteljandi áþreifanlegar sannanir fyrir því að okkur æðra líf hafi komið til jarðarinnar fyrir þúsundum ára og það er ennþá á ferðinni í dag.

Þó svo að einhverjir þörungar/frumur geti myndast fyrir samspil ljós, hita og vatns; þá tel ég útilokað að svo flókin líffæri eins og skilningarvitin okkar hafi getað þróast fyrir röð einhverskonar náttúru-úrvals án einhverskonar "höfundar" þar bak við.

Jón Þórhallsson, 15.9.2014 kl. 18:14

7 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Jón

Það sem þú kallar "Óteljandi áþreifanlegar sannanir" virðast ekki hafa sannfært marga. Það er eitt að tína til staðreyndir og túlka þær í ljósi ákveðinnar hugmyndar, og annað að prófa tilgátur vísindalega.

Þróunarkenningin er prófanleg, og hefur staðist hundrað þúsund próf.

Kenningin getur útskýrt  hvernig eiginleikar þróast í stofni, og hvernig munur á milli stofna getur orðið að muni á milli tegunda og annara hópa lífvera. Kenningin útskýrir einnig hvernig lífverur eru skyldar erfðafræðilega og í útliti.

Ég býst ekki endilega við því að þú sannfærist, en meðal fræðimanna er ENGINN vafi um þróunarkenninguna.

Arnar Pálsson, 16.9.2014 kl. 09:25

8 identicon

Jón trúir ekki sönnuðum vísindum en hikar ekki við að kaupa ruglið úr margdæmdum svindlara og rugludalli eins og Von Daniken

DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband