25.9.2014 | 09:48
Fuglaflensuveirur eru algengar
Fuglaflensan og Ebóla hafa vakið athygli heimsins á þeirri ofgnótt sýkla sem býr í villtum dýrastofnum.
Margar veirur eru þeirrar náttúru að þær geta búið á fleiri en einum hýsli. Oftast er sýkingahæfnin þó mest á náskyldum tegundum, með nokkrum undantekningum þó.
Sumar fuglaflensuveirur geta nefnilega hoppað frá fuglum í menn, en hafa sem betur fer ekki valdið faraldri.
Gunnar Þór hefur tekið þátt í rannsóknum á fuglaflensunni í samstarfi við erlenda sérfræðinga, sbr grein frá árinu 2013 (sjá tengil neðst). Gunnar er forfallinn fuglakall og ötull ljósmyndari. Á vefsíðu hans frá námsárunum má sjá margar laglegar fuglamyndir.
https://notendur.hi.is//~gunnih/rare_birds_2002.html
http://hi.academia.edu/GunnarHallgrimsson
Fuglaflensuveirur í íslenskum fuglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:11 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Takk fyrir þennan aðra þína fróðlegu pistla, Arnar.
Velti fyrir mér þeirri hljóðlíkingu, sem felst í orðinu Ebola. Hér tíðkast að beygja orðið að íslenskum hætti sem felur í sér að sá misskilningur hefur náð að dreifast að hér sé um einhverskonar bólusótt að ræða. Hið rétta er hinsvegar að sjúkdómurinn er kenndur við á, sem heitir Ebola. Engin bólusótt þar á ferðinni!
kv.
E (IP-tala skráð) 25.9.2014 kl. 16:19
Takk fyrir E
Afsakaðu tafir á svari.
Það er rétt að Ebola liggur þægilega á tungu okkar, sem Ebóla, og hef ég m.a. notað orðið þannig.
En einnig er rétt að pestin er alls ekki skyld hinum hefðbundu, ef nota má svo óhentugt orð, bólur.
Er ekki nafnið ættað frá stað í Kongó.
Þú getur rétt ímyndað þér mál-ósköpin ef pest kæmi upp á Holtavörðuheiði...
Arnar Pálsson, 29.9.2014 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.