Leita í fréttum mbl.is

Nauðsynlegt að breyta vísindaumhverfi á Íslandi

Í nýlegri erlendri skýrslu er vísinda og nýsköpunarumhverfið á Íslandi metið.

Eitt af því sem plagar kerfið er að við erum með margar og litlar stofnanir, sem treglega vinna saman.

Það myndi heilmikið fást með því að sameina háskóla og rannsóknarstofnanir, samþætta stjórnsýslu og ábyrgð starfsmanna, og sameina í færri einingar.

Það þýðir ekki endilega að leggja niður stofnanir úti á landi, því Danir gerðu þetta fyrir nokkrum árum og héldu virkum starfstöðvum um allt land. 

Vísindafélag Íslendinga hélt fund á föstudaginn um skýrsluna, þar sem Erna Magnúsdóttir og Kristján Leósson ræddu efni hennar. Eftir því sem ég kemst næst var enginn stjórnmálamaður staddur á fundinum, en hluti af ályktun skýrslunar er sú að íslenskir stjórnmálamenn verða að axla ábyrgð og hrinda stefnu vísinda og tækniráðs í framkvæmd.

Í tilefni af fundinum var Þórólfur Þórlindsson til viðtals í Speglinum fyrir helgi. Á vef RÚV segir:

Við verður að taka stofnanauppbygginguna í rannsókna og nýsköpunargeiranum til endurskoðunar því hún er hamlandi, segir prófessor í félagsfræði.

Þótt ekki sé að vænta stóraukinna fjárframlaga til rannsókna og nýsköpunar um þessar mundir má ráðast í brýnar umbætur á stofnanaumhverfinu, einfalda það og efla samvinnu innan rannsóknageirans og milli hans og atvinnulífsins, segir Þórólfur Þórlindsson prófessor í félagsfræði. Vísindafélagið efndi í dag til umræðufundar um nýlega skýrslu um rannsóknasamfélagið þar sem bent er á fjölmargar brotalamir. Þórólfur umbætur óhjákvæmilegar, málið sé of mikilvægt fyrir íslenskt samfélag til að fresta því. Hér má heyra viðtal Jóns Guðna við Þórólf.

Rúv 26. 9. 2014. Umbætur óhjákvæmilegar

Kjarninn Íslenskt, nei takk

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað þarf að auka miðstýringu í vísinda geiranum eins og öllu öðru, svo það sé auðveldara að stýra vísindamönnum í "rétta átt".

Benni (IP-tala skráð) 29.9.2014 kl. 20:18

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Algerlega sammála Benni

Vísindamenn eru með of margar hugmyndir, það þarf skynsamt helst ómenntað yfirvald sem getur beint vísindamönnum að mikilvægum málefnum sem skapa peninga fyrir rétta aðilla eða trufla amk ekki fjáröflun þeirra aðilla...sama hverjar afleiðingarnar eru fyrir náttúru og heilsu þjóðarinnar.

Arnar Pálsson, 1.10.2014 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband