Leita í fréttum mbl.is

Lífríki Íslands

Nýútkomin er bók um lífríki Íslands eftir Snorra Baldursson vistfræðing. Forlagið gefur bókina út.

Lífríki Íslands

„Úthafseyjan Ísland kúrir norður við heimskautsbaug víðsfjarri öðrum löndum. Ekki eru nema rétt um 15.000 ár síðan hún var hulin þykkum ísaldarjökli langt í sjó fram. Lífríki á þurrlendi er væntanlega að öllu eða langmestu leyti aðkomið eftir að síðasta kuldaskeiði lauk. Ótal eldgosum og ellefuhundruð ára landnámi manna síðar er það hér enn, laskað en lífvænlegt. Plöntu- og dýrategundir eru að vísu fáar en stofnar margra þeirra stórir og útbreiddir. Hvergi við Norður-Atlantshaf eru stærri laxastofnar eða sjófuglabjörg og sumarlangt dvelja hér nokkrir af stærstu vaðfuglastofnum Evrópu.“
Úr formála Snorra Baldurssonar

dilaskarfur_arnthorMynd af Skarfabyggð frá Arnþóri Garðarsyni.

Rætt var við Snorra í Sjónmáli á Rás 1 (Eigum ekki að fikta of mikið í lífríkinu)

Lífríki Íslands nefnist nýútkomin bók eftir Snorra Baldursson plöntuvistfræðing. Í henni er safnað saman miklum fróðleik, bæði úr bókum og greinum um hin ýmsu lífkerfi landsins. Snorri nálgast efnið frá vistfræðilegu sjónarhorni og lýkur bókinni á einskonar stöðumati á lífkerfi landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband