Leita í fréttum mbl.is

Nóbelsverðlaun í taugalíffræði

Nóbelsverðlaunin í læknisfræði og lífeðlisfræði árið 2014 voru veitt bretanum John O’Keefe norsku hjónunum May-Britt Moser og Edvard Moser.

Verðlaunin voru veitt fyrir uppgötvanir á frumum í heilanum sem tengjast rúmskynjun. O´Keefe vann með rottur og fann frumur sem hann kallaði "place cells" sem gæti útlagst sem staðfrumur (með fyrirvara um að alvöru taugalíffræðingar hafi betra nafn á takteinum). Moser hjónin fundu aðrar frumur sem einnig tengdust rúmskynun, sem þau kölluðu "grid cells" (kortfrumur? eða grindarfrumur, með sama fyrirvara og áður).

Samkvæmt nóbelsnefndinni leystu þau vandamál sem hafa plagað hugsuði frá alda öðli.

Það er, hvernig nær heilinn að búa til kort af umhverfi okkar, og hjálpa okkur að ferðast um flókið umhverfi?

Ég vísa þeim sem áhuga hafa á þessum rannsóknum að fylgjast með síkvikri uppfærslu á vef the Guardian, en hvet einnig íslenska fréttamenn til að tala við íslenska taugalíffræðinga um uppgötvanir O´Keefe og Moser hjónanna norsku.

Þess má geta að May-Britt Moser er ellefta konan sem fær þessi verðlaun frá árinu 1901.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband