6.10.2014 | 12:00
Sexhyrningar í GPS kerfi heilans
Edvard og May-Britt Moser fengu Nóbelsverðlaunin í læknisfræði og lífeðlisfræði, ásamt John O´Keefe.
Moser hjóninn unnu nýdoktoraverkefni hjá O´Keefe, og uppgötvuðu frumur sem hjálpa rottum að skynja umhverfi sitt. Þau festu rafnema í heila á rottum og skoðuðu hvenær ákveðnar taugar í heilanumvirkjuðust. Myndin hér á neðan sýnir virkjun tauganna þegar rottan var á ferð um lítið búr. Taugarnar virkjuðust þegar rottan var á vissum stöðum í búrinu, og mynda reglulegt mynstur sexhyrninga. Þetta kerfi hjálpar rottum, og þróunarlega skyldum dýrum að vita hvar einstaklingurinn er staddur í umhverfi sínu.
Myndin er af vef Kavli rannsóknastöðvarinnar sem Moser hjónin reka við Þrándheimsháskóla.
Þeir sem hafa áhuga á að kynnast starfi þeirra hjóna geta skoðað vefsíðu þeirra betur (hér að ofan) eða lesið nýlega yfirlitsgrein í Nature.
Alison Abbott 6. október 2014 Neuroscience: Brains of Norway Nature 514, 154-157 doi:10.1038/514154a
Fengu Nóbelinn fyrir GPS-tæki heilans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:02 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.