Leita í fréttum mbl.is

Talning birtinga á ekki að nota sem mælikvarða á gæði vísinda og vísindamanna

Meðfylgjandi bréf var sent til allra starfsmanna Háskóla Íslands.

-------------------

Við mótmælum því að talning birtinga sé notuð sem mælikvarði á gæði vísinda og vísindamanna. Fjöldi birtinga er mjög breytilegur eftir fræðasviðum.  Meira en þrefaldur munur er á fjölda birtinga öflugustu vísindamanna innan fræðasviða eftir því hvaða rannsóknaraðferðum þeir beita. Hrá talning birtra greina bitnar sérstaklega  á tilraunavísindum í líf- og læknisfræði og m.a. á langtímarannsóknum.

Við mótmælum harðlega þeim viðmiðum sem notuð hafa verið við úthlutanir úr innri sjóðum HÍ undanfarin ár og við mótmæltum með bréfi til háskólaráðs og rektors í apríl 2013 (og er meðfylgjandi). Nú er lagt til að þetta kerfi verði fest  í sessi með breytingum á reglum sjóðanna. Við teljum að kerfið grafi undan gæðum vísindastarfs.

Arnar Pálsson Dósent Líf- og umhverfisvísindadeild
Ástríður  Pálsdóttir Vísindamaður Keldum
Bjarnheiður K Guðmundsdóttir Kennslustjóri
Bjarni Ásgeirsson Prófessor Raunvísindadeild
Bryndís Brandsdóttir Vísindamaður Raunvísindastofnun Háskólans
Einar Árnason Prófessor í þróunarfræði Líf- og umhverfisvísindadeild
Eiríkur Steingrímsson  Prófessor Læknadeild
Elín Soffía Ólafsdóttir Prófessor  Lyfjafræðideild
Erna Magnúsdóttir Rannsóknasérfræðingur Læknadeild.
Eva Benediktsdóttir Dósent deildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar
Gudmundur Hrafn Gudmundsson Prófessor Líf- og umhverfisvísindadeild
Guðrún V. Skúladóttir Vísindamaður Lífeðlisfræðistofnun
Guðrún Valdimarsdóttir  Lektor Læknadeild
Hákon Hrafn Sigurðsson Prófessor Lyfjafræðideild
Helga Ögmundsdóttir Prófessor Læknadeild
Ingibjörg Harðardóttir Prófessor Læknadeild
Jón Jóhannes Prófessor Læknadeild
Jón Ó. Skarphéðinsson Prófessor Hjúkrunarfræði
Jóna Freysdóttir Prófessor Læknadeild HÍ
Jórunn Eyfjörð Prófessor Læknadeild
Magnús Karl Magnússon Prófessor Læknadeild
Margrét Helga Ögmundsdóttir Rannsóknarsérfræðingur Læknadeild
Ólafur S. Andrésson prófessor í erfðafræði Líf- og umhverfisvísindadeild
Óttar Rolfsson Lektor Kerfislíffræði
Pétur Henry Petersen Dósent Læknadeild
Sesselja Ómarsdóttir Prófessor Lyfjafræði
Sighvatur Sævar Árnason Dósent Læknadeild
Sigríður Rut Franzdóttir Aðjúnkt Líf-og umhverfisvísindadeild
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Vísindamaður  Keldum
Stefán Sigurðsson Dósent  Læknadeild
Zophonías O. Jónsson  Prófessor, Líf- og umhverfisvísindadeild
Þór Eysteinson Prófessor  Læknadeild
Þórarinn Guðjónsson Prófessor Læknadeild

Eldra bréf

-------

Til Háskólaráðs og rektors HÍ. Apríl 2013

Sett hefur verið fram metnaðarfull áætlun til að koma Háskóla Íslands í fremstu röð. Áhersla er lögð á að efla gæði og styrkja innviði. Einn helsti mælikvarði á gæði háskólastarfs eru gæði vísinda.  Að meta gæði vísinda er í eðli sínu flókið – meðal annars vegna þess að ekki er hægt að bera saman beint ólíkar fræðigreinar. Það er þó eitt mikilvægasta starf stjórnar HÍ og háskólaráðs að tryggja að hlúð sé að fjölbreyttu og margbrotnu vísindastarfi sem stundað er á ólíkum forsendum og í ólíku umhverfi. Slíkur stuðningur er forsenda gæða.

Rannsóknarsjóður HÍ hefur það hlutverk að styðja við vísindastarf starfsmanna og stuðla að gæðum  vísinda. Við mat á árlegum umsóknum hafði fram að síðustu úthlutun, verið lögð áhersla á vísindalegt gildi umsókna og hliðsjón höfð af rannsóknavirkni umsækjenda. Þetta mat hefur verið unnið af fagráðum allra fræðasviða HÍ. Við síðustu úthlutun var hinsvegar nær eingöngu tekið mið af fjölda birtinga umsækjenda. Þessi sami mælikvarði var notaður fyrir öll fræðasvið HÍ, þar sem birtingahefðir eru mjög misjafnar en fjöldi birtinga er háður því hvernig vísindi um er að ræða. Sami mælikvarði er þannig notaður fyrir tilraunavísindi og önnur vísindi. Í tilraunavísindum þarf að standa þarf straum af kostnaði við dýr tæki, dýr efni, húsnæði og laun sérhæfðs aðstoðarfólks. Það er eðli vandaðra tilraunavísinda (þ.e. af háum gæðum) að margir koma að þeim, tíðni birtinga getur verið lág, verkefni eru kostnaðarsöm, hvert verkefni getur tekið langan tíma og leitt af sér fáar birtingar. Á sama tíma eru tilraunavísindi háð stöðugri fjármögnun t.d. rekstri rannsóknastofu og án hennar lognast þau út af. Einföld talning á birtingum, án tillits til þess er að baki stendur, er slæmur mælikvarði á gæði tilraunavísinda.

Við undirrituð, sem störfum við tilraunavísindi innan HÍ, og erum með áratuga reynslu af rekstri rannsóknarhópa, teljum að með þessm breytingum hafi verið tekið stórt óheillaskref sem grafi undan gæðum vísindastarfs við HÍ. Þetta mun hafa fyrirsjáanlegar afleiðingar, þ.e. lélegri  nýliðun í tilraunavísindum, lélegri nýtingu starfsfólks og aðstöðu, minni nýsköpun og minni gæði rannsókna.

Við gerum eftirfarandi athugasemdir við hvernig staðið er að mati á rannsóknavirkni þeirra sem óska eftir úthlutun úr Rannsóknasjóði HÍ:

1. Vinnumatskerfið eða afleiður þess, svo sem talningar á birtingum, er ekki góður mælikvarði á vísindahæfni.

2. Sömu viðmið eru notuð fyrir öll fræðasviðin þó ómögulegt sé að bera saman rannsóknavirkni á mismunandi fræðasviðum. Innan fræðasviðanna eru einnig mismunandi birtingarhefðir sem skila sér í mismiklum fjölda birtinga.

3. Í mati á birtingum er ekki gerður greinarmunur á hvort viðkomandi vísindamaður var umsjónarmaður og ábyrgðarmaður í rannsóknunum  eða hvort framlag hans var minniháttar.

4. Ekki var gerður greinarmunur á hvort um tilraunavísindi eða annars konar vísindi var að ræða, en tilraunavísindi þarfnast flókinna innviða og birtingar eru færri.

Mikil mismunun liggur  í  núverandi mati á rannsóknavirkni.  Slík mismunun hefur einnig áhrif á vísindamenn m.a. í vali á viðfangsefnum og hvetur til birtinga á vettvangi sem gerir minni kröfur.    Gæðum er þannig fórnað fyrir magn, þ.e. fyrir fjölda birtinga. Þetta mat á rannsóknarvirkni vinnur gegn gæðum vísindastarfs og takmarkar möguleika vísindamanna á að vinna að tilraunavísindum og öðrum tímafrekum vísindum.

Við  förum fram á að úthlutunarviðmiðum fyrir Rannsóknasjóð HÍ verði breytt og tillit tekið til þeirra atriða sem við listum hér að ofan.
 
Arnar Pálsson Dósent
Elín Soffía Ólafsdóttir Prófessor
Eiríkur Steingrímsson Prófessor
Guðmundur Hrafn Guðmundsson Prófessor
Hákon Hrafn Sigurðsson Dósent
Helga M. Ögmundsóttir Prófessor
Ingibjörg Harðardóttir Prófessor
Jón Jóhannes Jóhannesson Prófessor
Jórunn E. Eyfjörð Prófessor
Magnús Karl Magnússon Prófessor
Pétur Henry Petersen Dósent
Ólafur S. Andrésson Prófessor
Óttar Rolfsson Lektor
Sesselja Ómarsdóttir Dósent
Stefán Sigurðsson Dósent
Þór Eysteinsson Prófessor
Þórarinn Guðjónsson Prófessor
Zophonias O. Jónsson Dósent


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband