Leita í fréttum mbl.is

Nóbelsverðlaun í efnafræði, bylting í smásjártækni

Þrír menn fengu Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár, þeir Eric Betzig, William E Moerner og Stefan W Hell.

Þeirra framlag var þróun smásjártækni, sem gerir vísindamönnum kleift að kafa inn í frumur, fylgjast með prótínum og hreyfingum fruma og innviða þeirra.

Einn þremenninganna, Stefan W Hell við Max Planck stofnunina í Göttingen, hélt fyrirlestur á Norrænu smásjáráðstefnunni við Háskóla Íslands fyrir fáum árum.

liffraedi_frumur.jpgErindi hans hét „Breaking the resolution limit of light microscopy“, sem var einmitt efnið sem hann, Eric og William fengu verðlaunin fyrir. Kesara Anamthawat-Jónsson, Prófessor við Líf og umhverfisvísindadeild var einn af skipuleggjendum ráðstefnunar.

Hún mun halda erindi um Nóbelsverðlaunin í efnafræði 2014 á næstu viku. Nánar auglýst síðar.

Nokkur myndbönd af fyrirlestrum verðlaunahafanna má finna á vef The Guardian.

Eric Betzig, Stefan Hell, William Moerner win Nobel Prize in Chemistry – live 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband