9.10.2014 | 09:30
Nóbelsverðlaun í efnafræði, bylting í smásjártækni
Þrír menn fengu Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár, þeir Eric Betzig, William E Moerner og Stefan W Hell.
Þeirra framlag var þróun smásjártækni, sem gerir vísindamönnum kleift að kafa inn í frumur, fylgjast með prótínum og hreyfingum fruma og innviða þeirra.
Einn þremenninganna, Stefan W Hell við Max Planck stofnunina í Göttingen, hélt fyrirlestur á Norrænu smásjáráðstefnunni við Háskóla Íslands fyrir fáum árum.
Erindi hans hét Breaking the resolution limit of light microscopy, sem var einmitt efnið sem hann, Eric og William fengu verðlaunin fyrir. Kesara Anamthawat-Jónsson, Prófessor við Líf og umhverfisvísindadeild var einn af skipuleggjendum ráðstefnunar.
Hún mun halda erindi um Nóbelsverðlaunin í efnafræði 2014 á næstu viku. Nánar auglýst síðar.
Nokkur myndbönd af fyrirlestrum verðlaunahafanna má finna á vef The Guardian.
Eric Betzig, Stefan Hell, William Moerner win Nobel Prize in Chemistry live
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.