15.10.2014 | 13:51
Tækifæri til að sameina lífvísindafólk
HÍ á Sturlugötu 8 og Íslensk erfðagreining leigir húsið. Íslensk erfðagreining notar ekki allt húsið, eftir fækkun starfsfólks 2006, gjaldþrot 2009, endurreisn sama ár og sölu fyrir tveimur árum. Starfsemi fyrirtækisins þarfnast færra starfsfólks og minna rýmis en í upphafi, sérstaklega er áberandi hversu litlar rannsóknir eru stundaðar með lifandi efni. Mannerfðafræðin byggir aðallega á erfðagreiningum og tölfræði, en minna á rannsóknum á frumum og lifandi dýrum.
Á sama tíma eru vísindamenn sem stunda rannsóknir í líffræði, lífefnafræði og skyldum greinum dreifð um margar stofnanir. Það skiptir sérstaklega miklu máli fyrir sameindalíffræðinga, sem þurfa dýr og flókin tæki fyrir rannsóknir sínar. Margar erlendar stofnanir sameina þessi vísindi í eina byggingu, eða mynda amk kjarna sem geta veitt ákveðna þjónustu (t.d. smásjárvinnslu, erfðagreiningu, tilraunadýrahald eða prótíngreiningar). Þannig er þessu háttað t.a.m. í Sameindarannsóknarstofu Evrópu Í Heidelberg, sem ég hef notið þeirrar gæfu að vitja í tvígang.
Nú eru í kortunum þreifingar um að margir af þeim vísindamönnum sem stunda rannsóknir í sameindalíffræði flytji í eitt húsnæði. Og hugmyndin er að nýta rými á Sturlugötu 8. Þetta er að mínu viti gott tækifæri fyrir okkur sameindalíffræðinga, sérstaklega til að sameina tækjakost og fóstra samskipti á milli rannsóknarhópa. Einhverjir sjá þetta sem möguleika á að þróa samstarf vð ÍE, sem Kári virðist hafa áhuga á, etv til að fylla í gloppur í getu fyrirtækisins.
Einnig er forvitnilegt að velta upp spurningunni, hversu lengi verður ÍE rekið með sama sniði? Mun það vera áfram í fyrirtækjaformi eftir að Kári sest í helgan stein eða rís í staðinn Kárastofnun - Mannerfðafræðistofnun Íslands.
ÍE er að auka samstarfið við HÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:08 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.