22.10.2014 | 09:48
Fyrirlestur um Nóbelinn 2014: GPS-kerfi heilans 23. okt
Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði 2014: GPS-kerfi heilans
Karl Ægir Karlsson doktor í taugavísindum kynnir rannsóknir handhafa Nóbelsverðlauna í lífeðlis- og læknisfræði 2014
Dagsetning: Fimmtudagur, 23. okt. kl. 12:00
Staðsetning: Salur Þjóðminjasafns Íslands
Ágrip: Um aldir hafa verið uppi spurningar um hvernig dýr skynja og rata um umhverfið. Nú í ár deila John O´Keefe, Edvard og May-Britt Moser með sér Nóbelsverðlaunum fyrir uppgötvanir sem gerðu það kleift að svara þessum spurningum. O´Keefe fyrir uppgötvun á staðsetningarfrumum og Moser og Moser fyrir uppgötvun á hnitfrumum. Samvirkni þessara frumna skýrir hvernig umhverfið er táknað í heilanum. Í þessum fyrirlestri verður leitast við að gera grein fyrir bakgrunni þessara uppgötvana, skýra rannsóknaraðferðir og niðurstöður.
Um fyrirlesara: Karl Ægir Karlsson er doktor í taugavísindum og dósent við Tækni og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, hópstjóri í Lífvísindasetri Háskóla Íslands og Forseti Taugavísindafélags Íslands.
Fundarstjóri: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, ónæmisfræðingur
Aðrir fyrirlestrar og viðburðir á döfunni.
24. október Ute Stenkewitz - sníkjudýr í rjúpunni (erindi á ensku)
25. október Nýjasta tækni og vísindi: opnir fyrirlestrar
30. október Nóbel í eðlisfræði: Ljóstækni til hagsbóta fyrir mannkyn í Þjóðminjasafni kl 12:00.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erindi og ráðstefnur | Breytt s.d. kl. 10:02 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.