24.10.2014 | 13:49
Nýjasta tækni og vísindi
Slegið verður upp sannkallaðri vísindaveislu á Rannsóknarþingi Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands laugardaginn 25. október 2014.
Meira en 30 vísindamenn okkar munu fjalla um sín hugðarefni í stuttum fyrirlestrum á mannamáli.
Sprengjugengið landsfræga og Vísindasmiðjan verða með sýnitilraunir fyrir alla aldurshópa og stjörnutjaldið verður með átta sýningar yfir daginn þar sem hægt er að ferðast um undur alheimsins.
Ævar vísindamaður kíkir í heimsókn milli kl. 12-14, Team Spark sýnir kappakstursbíl og jarðfræðingarnir okkar verða með glænýtt hraun til sýnis, svo fátt eitt sé nefnt!
Vísindaveislan fer fram í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, aðgangur er ókeypis.
10:00 Setning (Stofa 132) Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs
10:05 Örnólfur Thorlacius og Sigurður H. Richter heiðraðir (Stofa 132)
Í kjölfarið fylgja margir og ágætir fyrirlestrar á mannamáli um náttúru og tækni, sjá fulla dagskrá.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.