Leita í fréttum mbl.is

Frábær fyrirlesari

Timothy Caulfield hélt fyrirlestur hérlendis 16. október síðastliðinn. Hann kom hingað í boði Siðfræðistofnunar HÍ, Norrænu lífsiðanefndarinnar og norræns samstarfsnets um siðfræði erfðamengjagreininga. (Whole-genome sequencing and the implications for health care – Do we have a right not to know?)

Hann einbeitti sér að loforðum um byltingu í læknisfræði, svokallaða persónulega lækningu með aðstoð erfðaprófa, í erindi sínu.

Hann vitnaði í marga forkólfa mannerfðafræðinnar og erfðamengjafræði, sem lofuðu því að erfðamengi mannsins og aðrar framfarir myndu kollvarpa læknisfræði. Innan tíu ára, fyrir tíu árum.

Staðreyndin er sú að þótt að gríðarleg þekking hafi safnast upp, er fjarri því að vera augljóst hvernig hún nýtist læknum og sjúklingum beint.

Staðreyndin er sú að erfðaprófin eru flest mjög ónákvæm, og aðeins lítill hluti af þekktum genum hefur það sterk áhrif að þau sé réttlætanlegt að mæla með erfðaprófi. 

Albert Smith við Hjartavernd flutti líka erindi á fundinum, og sagði frá rannsókn þar sem meira en 600 erfðaþættir hæðar voru notaðir. Samtals útskýra þessir erfðaþættir um 20% af arfgengi hæðar, sem er mun minna en meðalhæð foreldra viðkomandi. 

Þannig að ef við viljum vita eitthvað um "sjúkdóminn" hæð, þá er skynsamlegra að nota málband en 100.000 kr erfðapróf.

Ég hef reyndar ekki lesið bók Caulfields, en þætti gaman að heyra í þeim sem hafa gert það.

Hægt er að fylgjast með ferðalögum og lestrarefni Caulfields á twitter.

https://twitter.com/CaulfieldTim


mbl.is Engin töfralausn til fyrir heilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband