31.10.2014 | 10:51
Upplýsingar um Ebólu á vísindavefnum
Á vísindavefnum eru nokkrir ágætir pistlar um Ebólu.
Þuríður Þorbjarnardóttir. Hvað er ebóluveiran?. Vísindavefurinn 5.5.2004. http://visindavefur.is/?id=4232. (Skoðað 31.10.2014).
Veiran dregur nafn sitt af ánni Ebólu í Kongó (e. Democratic Republic of Congo, hét Zaír fram til 1997) en þar, og í Súdan, kom veiran fyrst fram á sjónarsviðið árið 1976. Nú eru þekkt fimm afbrigði af veirunni og heita þau í höfuðið á þeim svæðum þar sem þau greindust fyrst. Vitað er að þrjú þeirra, Zaír-ebóla, Súdan-ebóla og Fílabeinsstrandar-ebóla, geta valdið blæðingarsótt/blæðandi veirusótthita (e. hemorrhagic fever). Ekki eru þekkt dæmi að Reston-ebóla, hafi sýkt menn en vitað er að það sýkir apa. Vitað er um eitt tilfelli um smit af völdum Tai-skógar-ebólu. Sá sjúklingur náði sér að fullu á sex vikum.
Sigurður Guðmundsson. Gæti ebóla orðið að heimsfaraldri á Vesturlöndum?. Vísindavefurinn 17.10.2014. http://visindavefur.is/?id=68337. (Skoðað 31.10.2014).
Hvers vegna er þessi faraldur öðruvísi en fyrri faraldrar ebólu? Þeir komu upp á afskekktum svæðum. Núverandi faraldur kom hins vegar upp á þéttbýlli svæðum þar sem landamæri eru fjölfarin og breiddist fljótt til borganna. Ef til vill er þó fátæktin og mikill skortur á innviðum sá samnefnari sem helst skýrir vandann. Siðir og venjur við frágang líka og við útfarir hafa einnig haft áhrif á gang faraldursins. Tortryggni og vantraust er mikið, ástvinir veikra eru hræddir við heilbrigðisstarfsmenn sem mæta í geimbúningum og taka sjúklinga í burtu. Veikt fólk og lík eru falin svo unnt sé að veita viðeigandi jarðarför, þar sem öll fjölskyldan kemur saman, rétt eins og hér á landi, en það auðveldar enn frekar útbreiðslu
Jón Gunnar Þorsteinsson. Hvernig og hvenær varð ebóluveiran til?. Vísindavefurinn 30.10.2014. http://visindavefur.is/?id=68406. (Skoðað 31.10.2014).
Ebóluveira greindist fyrst í mönnum árið 1976 í Kongó og Súdan en hún hefur verið til miklu lengur. Hún hefur sýkt önnur dýr í aldanna rás, en er líklega bara nýverið farin að sýkja menn.
Einnig vil ég benda fólki á góða upplýsingasíðu Landlæknis um ebóluveiruna.
Í verkfall vegna ebólu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.