Leita í fréttum mbl.is

Náttúra í jafnvægi? Veiðiskapur í Mývatni í 150 ár

Árni Einarsson forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, og gestaprófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ mun halda fyrirlestur um hugmyndir um jafnvægi í náttúrunni, út frá þekkingu á vistkerfi Mývatns.

Erindið heitir ,,Náttúra í jafnvægi? Veiðiskapur í Mývatni í 150 ár.”

Erindið verður föstudaginn 7. nóvember frá 12:30 til 13:10 í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ.

Fjallað verður um hugmyndir manna um jafnvægi í náttúrunni og hvernig þær hafa verið að breytast eftir því sem þekking okkar eykst. Tekið er dæmi af silungsveiði í Mývatni, en hún hefur breyst meira í áranna rás en flesta grunar. Skoðun á sögulegum heimildum og borkjörnum úr setlögum víkkar skilning okkar á aflabrögðum í þessu fornfræga veiðivatni.

Allir velkomnir, aðgangur er ókeypis.

Önnur erindi líffræðistofu HÍ má nálgast á vefslóðinni.

http://luvs.hi.is/is/fyrirlestrar-haustid-2014-0


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband