3.11.2014 | 09:59
Náttúra í jafnvægi? Veiðiskapur í Mývatni í 150 ár
Árni Einarsson forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, og gestaprófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ mun halda fyrirlestur um hugmyndir um jafnvægi í náttúrunni, út frá þekkingu á vistkerfi Mývatns.
Erindið heitir ,,Náttúra í jafnvægi? Veiðiskapur í Mývatni í 150 ár.
Erindið verður föstudaginn 7. nóvember frá 12:30 til 13:10 í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ.
Fjallað verður um hugmyndir manna um jafnvægi í náttúrunni og hvernig þær hafa verið að breytast eftir því sem þekking okkar eykst. Tekið er dæmi af silungsveiði í Mývatni, en hún hefur breyst meira í áranna rás en flesta grunar. Skoðun á sögulegum heimildum og borkjörnum úr setlögum víkkar skilning okkar á aflabrögðum í þessu fornfræga veiðivatni.
Allir velkomnir, aðgangur er ókeypis.Önnur erindi líffræðistofu HÍ má nálgast á vefslóðinni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.