Leita í fréttum mbl.is

Háskóli kaupir sér orðspor

Háskólar keppa sín á milli, um orðspor, starfsmenn og peninga. Þetta er sérlega áberandi í Bandaríkjunum og Evrópu, en einnig hafa lönd í Asíu hafa lagt púður í slíka samkeppni.

Nýverið gaf US News and World Report (USNWR) út lista um röðun háskóla eftir fagsviðum (USNWR global ranking of universities). Topp tíu listinn fyrir stærðfræði.

1. Berkeley
2. Stanford
3. Princeton
4. UCLA
5. University of Oxford
6. Harvard
7. King Abdulaziz University
8. Pierre and Marie Curie – Paris 6
9. University of Hong Kong
10. University of Cambridge

Stærfræðingurinn og Íslandsvinurinn Lior Pacter, sem starfar við Berkley háskóla fjallar um málið í nýlegu bloggi. Hann bendir á að á topp 10 séu margar þekktar og viðurkenndar deildir, en eitt spurningamerki, háskóli King Abdulaziz í Saudi Arabíu.

Forseti deildarinnar er prófessor Abdullah Mathker Alotaibi, sem hlaut doktorspróf árið 2005 en hefur ekki birt eina einustu vísindagrein. Hvernig getur deildin verið svona viðurkennd alþjóðlega?

Listinn er byggður á orðspori vísindamanna, sem er reiknað út frá fjölda greina sem þeir birta og einnig fjölda tilvitnana í greinar þeirra. Hið síðara gefur til kynna að rannsóknir viðkomandi séu lesnar af mörgum og að þeir vísi í öðrum fremur.

Í ljós kemur að þessi háskóli stundar mjög merkilega starfsemi, sem tengist lítið rannsóknum í stærðfræði. Þeir bjóða virtum og virkum stærðfræðingum heiðurstarf við skólann með uþb. $72.000 árslaun, gegn því að viðkomandi merki greinar sínar með nafni skólans og deild. 

Þeir sem þiggja þetta starf þurfa ekki að vinna við skólann, geta haldið áfram sinni venjulegu dagvinnu en fá tæpar 9 millur á ári fyrir að setja einn vinnustað í viðbót á vísindagreinarnar sínar. 

Þannig að tilvitnanir í þessa menn auka KAU orðspor á alþjóðlegan mælikvarða (eins og það er mælt með mælistikum skriffinnana!).

Pacther rekur þetta í þaula í pistli sínum. Hann bendir á nokkra stærðfræðinga og líffræðinga sem hafa tekið beituna, og skreytt KAU með orðspori sínu fyrir nokkrar milljónir króna.

Það er augljóst að peningar kaup orðspor, jafnvel í vísindum.

E.s.

Ég veit ekki til þess að nein íslendingur hafi verið keyptur til KAU, og nei enginn íslenskur háskóli komst inn á lista USNWR. 

Ítarefni:

Lior Pacther To some a citation is worth $3 per year October 31, 2014

Yudhijit Bhattacharjee fjallaði um þetta í Science árið 2011 “Saudi Universities Offer Cash in Exchange for Academic Prestige


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Örlítil athugasemd: Fólk í Paris 6 talar ekki ensku: Þetta ætti því að vera "Pierre et Marie Curie".

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 4.11.2014 kl. 22:23

2 identicon

Óskaplegt snobb er þetta í þér Ingibjörg Ingadóttir. Snobb ber yfirleitt vitni um sveitamennsku. Að segja Pierre and Marie er bara svona eins og að segja Sorbonne háskóli í staðinn fyrir l'Universitét Sorbonne. Á íslenskum lista með nöfn eins og "Kaupamannahafnarháskóli, Harvard háskóli og Sorbonne háskóli væri það mjög einkennilegt og bæklað að sjá. Sama með lista á ensku eins og þann sem hér er birtur þar sem stæði "Pierre et Marie", það væri afbrigðilegt málfar og bæri vitni um tilgerð og minnimáttarkennd sveitamanns sem þarfnast slíks málskrýpis í fáfræðislegri tilraun sinni að upphefja sjálfan sig. Aldrei myndir þú sjá á frönskum lista af þessu tagi orðið "and". 

Francais (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 00:52

3 identicon

Er ekki upplagt að nota tækifærið um leið og leiðrétta forsögnina þarna í "University of Hong Kong" og kannski sýna lágmarksvirðingu og nota Kínverska bókstafi?

En takk fyrir góða grein, Arnar. Verðug áminning um að ekki er allt sem sýnist í þessum heimi þar sem allt er falt fyrir fé. 

Francais (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 00:54

4 identicon

Saudi Arabía á peninga...

er útskýringin á flestu því sem mest og verst er að í þessum heimi. 

Þetta er gamanmál með að Sádía sé að rústa orðspori menntastofnanna í samanburði við það. 

Þeir hafa keypt sér margt stærra og verra og skilið eftir sig blóðslóðina.

Francais (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 00:57

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæl Ingibjörg.

Það viðurkennist að listinn er fenginn af vef bandarískum, og nöfn háskóla í samræmi við það.

Francais.

Ég játa á mig harla þrönga fókus. Pistillinn fjallaði náttúrulega bara um lista og samkeppni á milli háskóla. Það er annað mál hvernig stjórnarfar er í Sádí arabíu og hvað auður þegna landsins er notaður í.

Arnar Pálsson, 5.11.2014 kl. 13:44

6 identicon

Það er eðlilegt að nota annað hvort mál innfæddra - nú eða þýða á sitt mál, sem er einmitt það sem Frakkar gera, eins og Francais bendir á. Hong Kong notar ensku opinberlega, svo þetta er ekki sambærilegt.

Um daginn var birtur í tengslum við <mbl.is> pistill um frægar tilvitnanir í bókmenntir. Þar er birt ýmislegt úr breskum bókum á ensku, sem er í góðu lagi. En þegar tilvitnun í Biblíuna er birt á ensku, er það mjög undarlegt í ísl. texta. Það þýðir bara að þýðandinn nennir ekki að fletta upp í ísl. þýðingu Biblíunnar. Nema hann haldi að frummál hennar sé enska.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 10.11.2014 kl. 14:20

7 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæl Ingibjörg

Frummál listans var enska, þótt sannarlega hafi ekki allir skólarnir verið Amerískir og enskir.

Finnst þér að ég hefði átt að nota franska nafnið á franska skólanum og Sádí arabíska nafnið á Sádí arabíska skólanum?

Arnar Pálsson, 12.11.2014 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband