6.11.2014 | 13:58
Hreinsunardeild náttúrunnar
Síldardauðinn í Kolgrafafirði er verulega sérstakur. Samkvæmt heimildum eru ekki dæmi um viðlíka fiskidauða á afmörkuðu svæði.
Íslendingum er þetta í fersku minni, en nokkrum spurningum er enn ósvarað. Ein þeirra er sú, hvaða afleiðingar hefur síldardauðinn á lífríki fjarðarins.
Valtýr Sigurðsson er framhaldsnemi í líffræði, og vinnur verkefni við Háskólasetrið á Snæfellsnesi, m.a. í samstarfi við Jörund Svavarsson við HÍ. Niðurstöðurnar er ansi forvitnilegar.
Fjallað var um málið á Rúv í vor.
Fyrir síldardauðann voru sniglar, krossfiskar, marflær, krabbar, skeljar og margar fleiri tegundir í firðinum. Núna er þar aðallega ein tegund, burstaormur sem nefnist capitella capitata. Í rannsókninni sem gerð var 1999 fannst einn slíkur ormur í firðinum. Núna eru þar um 35 þúsund ormar á fermetra og eru þeir stærri en áður hefur sést.
Ormurinn þarf ekki mikið súrefni til að lifa af. Hann plægir botninn, étur lífrænan úrgang og drullu og getur afeitrað efni eins og ammoníak. Valtýr svarar því játandi að ormurinn sé leið náttúrunnar til að hreinsa í firðinum. Já og þetta er náttúrlega lífræn mengun þannig þetta er ekkert nýtt þetta er eitthvað sem náttúran er gerð til þess að takast á við. Þannig að við búumst við því að náttúran höndli þetta bara á nokkrum árum.
Um verkefnið á vef Rannsóknaseturs HÍ í Stykkishólmi.
Frétt RÚV 22. mars 2014 Ein dýrategund í botni Kolgrafafjarðar
Breyting á lífríkinu undir dauðu síldinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:00 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
http://svenska.yle.fi/artikel/2012/01/03/miljoner-doda-sillar-pa-strand-i-norge
Sigurjón Þórðarson, 6.11.2014 kl. 23:56
Takk fyrir ábendinguna Sigurjón, mjög forvitnilegt dæmi.
Arnar Pálsson, 10.11.2014 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.