11.11.2014 | 09:56
Vísindi á mannamáli á youtube
Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, fjallaði um rannsóknir á krabbameini og möguleika á að nýta nýja þekkingu til bættrar læknismeðferðar í hádegiserindi í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudaginn 21. október 2014. Erindið er hluti af nýrri fyrirlestraröð sem Háskóli Íslands hleypir nú af stokkunum og ber heitið Vísindi á mannamáli.
https://www.youtube.com/watch?v=n19yBUB62Vs
Vísindi á mannamáli er ný fyrirlestraröð Háskóla Íslands sem efnt er til að frumkvæði Lífvísindaseturs og Líffræðistofu Háskóla Íslands.
Markmiðið er að varpa ljósi á það hvernig vísindamenn háskólans reyna að afhjúpa leyndardóma náttúrunnar og hvaða þýðingu vísindarannsóknir hafa fyrir daglegt líf fólks, t.d. baráttu við sjúkdóma eða náttúruöflin eða til að auka lífsgæði og takast á við nýjar áskoranir tengdar breytingum í umhverfinu.
Næsta erindi verður 18. nóvember n.k. Verðmæti vísinda Frá grunnrannsóknum til lækningavara á markaði
Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, fjallar um tilurð og vöxt líftæknifyrirtækisins Zymetech og tengsl þess við grunnrannsóknir í skólanum í öðru erindi fyrirlestraraðarinnar Vísindi á mannamáli sem Háskóli Íslands stendur fyrir. Erindið verður í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudaginn 18. nóvember nk. kl. 12.10.
Erindi hennar nefnist Verðmæti vísinda Frá grunnrannsóknum til lækningavara á markaði.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Gætu krabbameinssjúkir komið sér saman um einhvern 1 LEIÐTOGA?
(Þá er ég ekki að tala um heilbrigðisstarfsfólk, lækna og lyfjafræðinga heldur trúarleiðtoga eins og biskupinn eða aðra sambærilega).
= Hvar er Móses nútímans sem veit hvert á að stefna/Að hverju á að leita?
Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 21:24
Sæll Jón
Þú hefur borið þessa spurningu upp áður og þá botnaði ég ekkert í henni.Hugsun minni hefur ekki fleytt fram síðan þá.
Arnar Pálsson, 12.11.2014 kl. 15:55
Málið snýst um; hvort að til séu einhverskoanr ANDLEGIR MEISTARAR sem þú þarft að vera í nánum tenglslum við reglulega með allt þitt líferni/lífstíl til að rata hina réttu leið til fullkomnunar. (Svo að það þurfi ekki alltaf að vera að leysa vandamálin þegar í efni er komið).
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/#entry-1433984
Jón Þórhallsson, 12.11.2014 kl. 16:25
Eru menn hátt uppi á lyfjum hér, eða hvað
DoctorE (IP-tala skráð) 13.11.2014 kl. 09:04
Sæll Jón
Af hverju ættu krabbameinsjúkir, frekar en aðrir, að leita a andlegum meistara?
DoctorE
Ég reyni að hafa þann hátt á að fjalla um viðfangsefnin ekki viðmælendurna, og þætt vænt um ef aðrir gerðu það líka hér.
Arnar Pálsson, 13.11.2014 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.