12.11.2014 | 15:52
Alvarleg staða við háskóla
Annað próftímabil í röð vofir verkfall yfir háskólanemum. Í kjölfar efnahagshrunsins þá þurftu háskólar landsins að skera niður og breyta starfsemi sinni.
Ef skorið er niður í háskólum, þá bitnar það á gæðum kennslu og náms. Þeir sem halda að námið í ár sé af sömu gæðum og fyrir 5 árum eru að blekkja sig.
Áhersla stúdentaráðs á mikilvægi samninga við kennara, fjármögnun háskóla og stuðnings við menntakerfið er einstaklega brýn. Í því samhengi vill ég benda á, Áfram í fremstu röð, 10 greinar stúdentaráðs í Fréttablaðinu sem fjölluðu um þessi og skyld mál. Stúdentaráð á lof skilið fyrir framtakið.
Verkföll háskólakennara, félags prófessora, lækna og annara vinnandi stétta eru alveg eðlileg viðbrögð við rýrnun kaupmáttar frá hruni.
Við Háskóla Íslands þar sem ég vinn birtist sparnaðurinn í því að skorið var niður til skólans nokkur ár í röð, þrátt fyrir að fleiri nemar innrituðust í kjölfar hrunsins. Við áttum að kenna fleiri nemendum fyrir færri krónur.
Háskólinn reyndi að bregðast við m.a. með því að auka kennsluskyldu kennara. Af þeirri ástæðu fór Félag prófessora í mál við HÍ, og vann það. Engu að síður hefur kennsluskyldan aukist, rannsóknar og stjórnunarskylda minnkað (að nafni til amk).
Á verkfræði og náttúruvísindasviði er því meira að segja þannig hagað að kennarar fá ekki greitt fyrir leiðbeiningu framhaldsnema, fyrr en eftir að þeir eru útskrifaðir.
Meistaranemar eru um tvö ár að klára próf sín og doktorsnemar fimm ár.
Ég veit ekki um neina aðra stétt en háskólakennara sem myndi sætta sig við að fá borgað fyrir vinnu, tveimur til fimm árum eftir að hún var innt af hendi.
Þetta kerfi hefur einnig þær óæskilegu afleiðingar að kennarar gætu freistast til að tosa fólk í gegnum próf, sem á það ekki skilið. Því ef kennarinn fær í verkefni nemanda sem reynist af einhverju ástæðum ófær um að klára verkefni, þá mun kennarinn aldrei fá greitt fyrir vinnuna.
Ábyrgðin á niðurskurði til menntakerfisins liggur fyrst og fremst hjá hönnuðum hrunsins (viðskipta, bankamönnum og stjórnmálamönnum) en einnig hjá stjórnvöldum sem ekki sjá gildi menntunar fyrir Ísland framtíðar.
Ábyrgðin á klaufalegum sparnaðaraðgerðum innan HÍ liggur hjá stjórnendum skólans, og okkur kennurunum sem ekki höfum mótmælt ranglætinu af krafti.
Boðað til verkfalls annað prófatímabilið í röð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:53 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.