Leita í fréttum mbl.is

Viltu fá eitthvað til að efla taugarnar?

Taugar eru kannski ekki það fyrsta sem við viljum láta hressa upp á. Ef maður vill láta betrumbæta sig, hugsar maður fyrst um ytri einkenni (hné, nef, læri eða nafladúska). Innri eiginleikar, t.d. taugastyrkur, manngæska eða samviskusemi, eru frekar neðarlega á listanum. Kannski vegna þess að það er ekki augljóst hvernig maður styrkir taugar (ekki bara drekka viskí eins og í reyfurunm), eða þroskar samviskusemina?

Reyndar er til slatti af töfralausnum (svokölluðum) sem hjálpa okkur að verða betri manneskur, ekki bara betur útlítandi manneskjur. Galdurinn er að kaupa bók með regnboga utan á og indverskum gúru á baksíðu, og þá eru manni allir vegir færir (já og lesa bókina og gera nákvæmlega eins og bókin segir, með opnum huga, laus við neikvæða orku, í réttu stjörnumerki með frið í hjarta án þess að hiksta).

En læknis og raunvísindin hnikast í átt að veröld þar sem lyf og læknisfræðileg inngrip í starfsemi heilans og andlega líðan eru að aukast. Geðlyf eru einn hluti af þessu rófi, en einnig er rætt um pillur til að efla taugar.

Hvað er fólk tilbúið að gera mikið fyrir taugarnar sínar?

Eða til að verða samviskusamara?

Eða raunsærra?

Í því samhengi vil ég benda ykkur á forvitnilegan fund um taugaeflingu sem fram fer á morgun. Hann er öllum opinn og ókeypis (kaffi innifalið).

http://www.hi.is/vidburdir/malthing_sidfraedistofnunar_taugaefling_og_mork_mennskunnar

Þann 15. nóvember næstkomandi stendur Siðfræðistofnun Háskóla Íslands fyrir opnu málþingi undir yfirskriftinni „Taugaefling og mörk mennskunnar“. Viðfangsefni málþingsins eru rannsóknir og hugmyndir sem hverfast um að efla starfsemi heilans og taugakerfisins (neurological enhancement). Með útkomu nýrrar tækni bæði á sviði lyfja og annarra inngripa hafa spurningar um það hvort og þá hvernig æskilegt sé að hafa áhrif á starfsemi heilans orðið áleitnari.  

Á málþinginu verður fjallað um þessar spurningar, en það er skipulagt í tengslum við evrópska rannsóknarverkefnið NERRI sem Siðfræðistofnun tekur þátt í. Þátttakendur á málþinginu verða m.a. þau María K. Jónsdóttir,  taugasálfræðingur, Hermann Stefánsson,  rithöfundur, Magnús Jóhannsson, sálfræðingur, Kristinn Rúnar Þórisson, framkvæmdastjóri Vitvélastofnunar, og Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar.  

Dagskránni lýkur með sýningu heimildarmyndarinnar Fixed þar sem m.a. fjallað um hvað felist í heilbrigði og möguleikum á taugaeflingu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir,er málþingið ekki örugglega í Norrænahúsinu?

Helga Kristjánsdóttir, 15.11.2014 kl. 02:26

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef nú ekki taugar í svona málþing!

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.11.2014 kl. 15:11

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Afsakaðu Helga hversu seint ég svara, jú það var í Norrænahúsinu.

Sigurður, málþing eru allrameinabót, bæði taugastrekjandi og taugaslakandi.

Arnar Pálsson, 17.11.2014 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband