11.12.2014 | 12:03
Penninn er máttugri en lyklaborðið
Það er betra að læra með því að glósa en að hlusta. En þar sem tölvur hafa að miklu leyti komið í staðinn fyrir stílabækur, má spyrja hvort sé betra að læra með því að handskrifa glósur eða slá inn í tölvu?
Nýleg grein tveggja sérfræðinga við Bandaríska háskóla, Pam A. Mueller og Daniel M. Oppenheimer, lýsir þremur tilraunum sem tókust á við þessa spurningu.
Niðurstöðurnar eru skýrar.
Þeir sem handskrifa glósur ná betra valdi á staðreyndum og hugmyndum en þeir sem vélrita glósur.
Áhrifin hanskriftar á hugmyndir eru sterkari en á staðreyndir. Það er mikilvægt vegna þess að hugmyndirnar skipta oft meira máli en undirliggjandi staðreyndir. Í mínu fagi má t.d. segja að það skiptir ekki öllu máli hvað genin heita sem hafa áhrif á þroskun hjartans, en hvernig þroskunargen stýra mörkun, vexti og sérhæfingu hjartavefsins skiptir meira máli.
Athyglisvert er að þeir sem vélrita skrifa fleiri orð og vitna oft beint í fyrirlesarann. En á móti virðast þeir ekki ná að innbyrða, melta og endursegja grundvallaratriðin.
Munurinn á handskrift og vélritun var enn til staðar, jafnvel þótt að brýnt væri fyrir þeim sem vélrituðu að taka ekki nótur orðrétt, og reyna að greina grundvallaratriðin.
Sem stílabókafíkill þykja mér þessar niðurstöður ansi forvitnilegar. Glósutækni er mikilvægur eiginleiki, og það er möguleiki að nútímakennsla, með slæðum á netinu fyrir tímann og opnum tölvum hamli námi nemenda.
Ítarefni:
Pam A. Mueller Daniel M. Oppenheimer The Pen Is Mightier Than the Keyboard: Advantages of Longhand Over Laptop Note Taking Psychological Science June 2014 vol. 25 no. 6 1159-1168
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:07 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Ég er ekki sammála fyrstu setningunni þinni. Mér fannst ég alltaf missa þráðinn ef ég var að eitthvað að krota niður.
Jóhannes (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.