Leita í fréttum mbl.is

Kjarninn: Erum Charlie þar en ekki hér

Kjarninn fjallar um tvískinnung íslenskra stjórnmálamanna, sem segjast fylgja tjáningarfrelsinu þegar gera má grín að spámönnum arabískra trúarbragða en grafa síðan stanslaust undan tjáningarfrelsinu hérlendis. úr umfjöllum kjarnans (Við erum öll Charlie…þegar það hentar):

Atburðirnir hræðilegu í París, sem hófust á því að ráðist var á höfuðstöðvar skopmyndablaðsins Charlie Hebdo á miðvikudag, hafa fyllt heimsbyggðina óhug. Í þeim féllu alls 17 manns auk þess sem skotmarkið var valið vegna efnistaka þess.  Því var árásin líka bein aðför að því mál- og tjáningarfrelsi sem við teljum sjálfsögð mannréttindi. Að minnsta kosti þegar okkur hentar.

...

Ýmsir íslenskir ráðamenn hafa hins vegar hoppað á „Ég er Charlie“ vagninn og segjast þar með standa dyggan vörð um þau grundvallargildi sem tjáningarfrelsið er. Í fljótu bragði er ekkert athugavert við þessa afstöðu. Hún lýsir samhug og stuðningi við aðra Evrópuþjóð sem gengur í gegnum hræðilega raun.

...

Meiðyrðamálum sem höfðuð eru á hendur blaðamönnum hefur fjölgað gríðarlega. Þau voru til dæmis jafn mörg árið 2011 og þau voru á fimm ára tímabili í kringum síðustu aldamót. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur þrívegis þurft að snúa dómum sem íslenskir dómstólar hafa fellt yfir íslenskum blaðamönnum vegna meiðyrða.

...

Í hinu víðfræga lekamáli óskaði lögreglan eftir því að dómstólar myndu knýja fréttastjóra mbl.is til að gefa upp heimildarmann vefsins, sem lak minnisblaðinu um hælisleitandann Tony Omos þangað. Sú beiðni fór alla leið til Hæstaréttar sem tók blessunarlega þá ákvörðun að beiðnin væri galin og stríddi gegn öllum meginreglum blaðamennsku. Það breytir engu um að þetta var reynt.

...

Við þekkjum blessunarlega ekki þann veruleika þar sem fjölmiðlamenn eru myrtir sökum vinnu sinnar. En við þekkjum það vel að reynt sé að hræða þá til að fjalla um hlutina á ákveðinn hátt. Þeim skilaboðum er komið áfram á hverjum degi af valdaöflum í íslensku samfélagi.

Við erum því ekkert öll Charlie. Það eru fjöldamörg dæmi um hið gagnstæða. Og það er óvirðing við þá atburði sem áttu sér stað í Frakklandi þegar íslenskir stjórnmálamenn, allstaðar að úr hinu pólitíska litrófi, skreyta sig með þeim stolnu tjáningarfrelsisfjöðrum.

Ég er sammála þessari greiningu og er stoltur áskrifandi Kjarnans.

Ég hvet aðra til að slást í hópinn.


mbl.is Spyr um rannsóknir á múslímum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Salman Tamimi hefur áhyggjur af að öfga múslimar sé að hreiðra um sig hér.

Kaupin á Mímishúsinu voru fjármögnuð af Hussein Al-Daoudi sem er skólastjóri Al-Salam einkaskólans í Svíþjóð sem gagnrýndur hefur verið fyrir að þiggja fjárframlög frá íslömskum trúboðasamtökum i Saudi Arabíu.

Þau eru nátengd Al-Haramein samtökunum sem eru á lista öryggisráðs Sameinu þjóðanna yfir hryðjuverkasamtök.

250 manns voru félagar í Menningarsetri múslima á Íslandi árið 2010. Salman segist hafa rekið einn úr þessum samtökum, úr Félagi múslima á Íslandi, vegna öfgaskoðana.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2015 kl. 13:08

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnar. Viltu setja þetta upp sem blog en þetta eru það miklar fréttir að allir verða að heyra þetta.

Valdimar Samúelsson, 13.1.2015 kl. 13:33

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta fór fyrst á bloggið hjá mér wink og er reyndar úr frétt á visi.is árið 2010,

http://www.visir.is/rottaek-ofl-sogd-a-bak-vid-menningarsetur-muslima/article/20102695762

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2015 kl. 15:17

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já þakka en var  einmitt að hlusta á Salman á Útvarp Sögu fyrir klukkutíma eða svo. Hann er heitur út í terrorista núna en segir að múslímarnir séu heilagir em mér finst hann tala tveim tungum Þakka greinina líka..

Valdimar Samúelsson, 13.1.2015 kl. 15:55

5 identicon

"Hún lýsir samhug og stuðningi við aðra Evrópuþjóð sem gengur í gegnum hræðilega raun." Eða með öðrum orðum rasisma. ´Þetta er ekki aðfinnsla við þín skrif sem slík, heldur bara viðurkenning á vanda sem nær til allrar þjóðarinnar. 

Sem er ástæða þess að þegar mörg skólabörn og rabbíinn kennarinn þeirra voru myrt fyrir stuttu síðan í Frakklandi þá var enginn sem deildi því á Facebook með samúðarorðum eða nöfnum barnanna á eftir "Je suis..." Þetta var meiri harmleikur, því þarna létust aðallega börn, en því var bara haldið niðri og mest neðanmálgreinar í Morgunnblaðinu. Sami rasismi birtist svo í því að allir eru nú Charlie, og einstaka Ahmed, en enginn kennir sig við fórnarlömbin á kosher verslunarmarkaðinum sem voru gyðingar. Afþví við vorkennum bara hvítum "Evrópumönnum".

Það er enginn með "Je suis..." og einhver Afrísk nöfn þegar Nígerískum skólastúlkum er rænt, eða þegar Islamistar myrða fjölda barna með að hertaka verslunarmiðstöðvar í Afríku. Hvað þá þegar þeir taka grunnskóla og pizzastaði í gíslingu í Ísrael. Nei, þá klappa allir.

Eins sléttsama og Íslendingum stendur á um ef islamistar myrða aðra araba eða afríkana, og eins mikil neðanmálsgrein og það er þegar þeir myrða hundruðu Pakistana, þá mætti halda af umfjölluninni að dæma að okkur þætti bara gott mál ef þeir drepa gyðinga. 

Allt umtalið á Facebook um Parísarárasirnar og hverjum er sleppt gefur það alla vega í skyn. Fleiri nýleg dæmi um gyðingahatur er þegar Vísir birtir frétt um undarlegar skoðanir sjaldgæfs arms bókstafstrúargyðinga, sem er kannski 1% af þessu 0,2% prósenti mannkyns sem eru gyðingar, á hlutverki kvenna, þá er þessi áróðurssnepill ofsatrúar- og sértrúaþaðrmanna kynntur sem "Ísraelskt dagblað" og enginn gerir neina athugasemd. Allra síst þeir sem gráta hæst yfir alhæfingum um múslima. En hvað ristir gráturinn djúpt? Afhverju hafa þeir þá ekki meiri áhyggjur af hryðjuverkum IS í arabalöndum? Afhverju er ekki ein söfnun til styrktar Sýrlendingum, engar umræður um að veita fórnarlömbum IS, Kúrdum og Yazedi og Kristnum hjálp eða skjól, jafnvel flóttamannahæli, sér í lagi ekki frá bestu "vinum Palestínu"? Afþví vináttan byggist á hatri út í einhvern annan? Það gæti vel verið. 

Angry Man (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 21:44

6 identicon

Jú, það var hneyksli af Sigmundi að fara ekki til Parísar, en sjáið þið hann fyrir ykkur fara að veita fórnarlömbum Boko Haram árásarinnar á verslunarmiðstöina árás? Eða nígerskum skólastúlkum? Eða mæta á minningarathöfn um skólabörnin sem voru myrt köldu blóði um árið í Frakklandi vegna gyðinglegs ætternis síns? Nei, alþjóðastjórnmál Vesturlanda eru rasískt samsull þar sem hvítu kallarnir klappa hver öðrum á bak við og harðlínu nazista liði ekkert svo illa í þeim félagsskap. Ég þekki einn nett-nazískan Eurokrata af þýskum ættum og honum líður mjög vel í öllum þessum boðum þeirra bara og innan um jarmið í EU og UN.

Angry Man (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 21:47

7 identicon

Charlie-ar þar en ekki hér? Já. Nógu miklir aumingjar til að finnast okkur þrátt fyrir allt skilt að mæta, að nýlendu þjóðar sið, þegar núverandi herraþjóðir okkar syrgja sem í krafti stærðar sinnar í EU ráða mestu um örlög okkar. En of miklir nazískir sveitamenn til að mæta og syrgja með nema hvítingjum, hvað þá nefna gyðingleg fórnarlömb á nafn og um leið of miklir heiglar og aumingjar til að vera Charlie heima. 

Angry Man (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 21:49

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þetta "ég er Charlie".... "ég er Charlie", í meðförum ólíklegustu pólitískra furðutóla og annara tækifærissinna, hefur dregið svo úr táknrænu vægi árásarinnar að dauði Charlie er nánast að engu orðinn, sem vog á lóðarskálar misréttis og kúgunar, gangnvart frelsi og umburðarlyndi. Umræðan er komin út í skurð og hefst sennilega ekki að nýju, nema fleiri verði drepnir. 

Góðar stundir, með kveðju að sunan.

Halldór Egill Guðnason, 14.1.2015 kl. 02:28

9 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk allir fyrir skrifin.

Það eru margir fletir á þessu.

Öfgaöfl hafa sprottið upp úr flestum skipulögðum trúarbrögðum, og einnig frá hreyfingum sem hafa afneitað trú.

Það er engin sérstök ástæða til að halda að múslimar séu hættulegri en aðrir, amk ekki ef maður telur dauða skrokka um heim allan (sbr. Angry Man og grein Ólafs Páls Jónssonar).

Mikilvægast tel ég að við ræðum þessi mál af yfirvegun og fórnum hvorki réttlæti né frelsi.

Ég hef ekki mikin tíma til að rita um þetta en skrif Ólafs Páls í Kjarnanum eru ansi nærri mínum pælingum.

Satíra, grimmd og hið sorglega ástand heimsins

|14. janúar 2015 11:45

Arnar Pálsson, 14.1.2015 kl. 15:33

10 identicon

Ég var ekki að "telja upp dauða skrokka" og kann því illa mér séu lögð orð í munn. Ég var að benda á að ykkur "Evrópumönnunum" er alveg sama um þetta, eða fjölmiðlum ykkar, og ráðamönnum, sem koma saman í París að gráta hvítingja, sleppa að minnast á gyðinglegu fórnarlömbin og koma hvergi nærri þegar sömu menn myrða brúna og svarta menn í löndum utan Evrópu...afhverju? Afþví þeim er fjandans sama og rasismi er stundaður kerfisbundið af bæði EU og USA. Gyðingahatrið er ekki til afþví ykkur sé svona illa við þá í sjálfu sér, heldur afþví þið höfðuð engan brúnni til að hata nema síguna svo lengi, og síðan varð ykkur meira illa við þá út af til dæmis framlagi þeirra að frelsa svarta manninn. Eða afhverju grætur enginn að Sigmundur og Hollande láti ekki sjá sig í Nígeríu þar sem var þjóðarsorg út af þúsundum horfinna stúlka? Er Nígería ekki í samfélagi þjóðanna? Eru Nígeríumenn ekki fólk? Ógeðslegt rasistasamfélag sem við búum í. Framtíðin mun gubba yfir rasisma okkar.

Angry Man (IP-tala skráð) 16.1.2015 kl. 06:22

11 identicon

Sorrý, afsakið, las ekki þessa grein og misskildi samhengið. Hélt þú værir að segja að ég héldi því fram múslimar dræpu meira en aðrir. Ég er bara að benda á að Vestrænum fjölmiðlum er sama nema "rétta fólkið" sé drepið. Jú, og Palestínumenn fá líka einhverja aðstoð, ólíkt Yazídum, en það er afþví gyðingahatursívafið laðar fleiri að sér en neyðin, því nú er neyðin margfallt meiri í Sýrlandi og Írak en í Palestínu frá upphafi en enginn gerir neitt, sem sannar að samúð eða manngæsku er ekki að þakka að Palestínumenn fái hjálp. Yazídar eru ekki á landakorti Evrópumannsins heldur með þessum 80% mannkyns sem þeim er alveg sama um. Tek fram að ég styð Palestínu jafn mikið og ég fyrirlít "vini" Palestínu.

Angry Man (IP-tala skráð) 16.1.2015 kl. 06:27

12 Smámynd: Arnar Pálsson

Angry man

Það er okkur eðlislægt að finna til samkenndar með þeim sem við skilgreinum sem okkar nánustu, en minni samkenndar með öðrum.

Það fer síðan dálítið eftir manngerðinni, félagsumhverfi og öðrum aðstæðum hversu margir lenda í  VIÐ og hversu margir í HINIR.

Vandamálið er síðan hvernig við forðumst að líta á vandamál hinna sem okkur óviðkomandi, og hvernig við reynum að færa heiminn til betri vegar.

Fyrsta skrefið tel ég vera læsi og virðing fyrir fólki og upplýstri umræðu. Þess vegna kunni ég svo vel að meta pistil Ólafs Páls, því mér fannst hvorutveggja skína í gegnum skrif hans.

Arnar Pálsson, 17.1.2015 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband