30.1.2015 | 16:11
Af rostungum og höfðingjum
Fjallað var um rostunga að fornu og nýju í Samfélaginu nýlega. Rætt var við Bjarna Einarsson fornleifafræðing. Af vef RÚV (Rostungstönn þyngdar sinnar virði í gulli).
Náttúruminjasafn Íslands og Líffræðistofa Háskóla Íslands hafa gert með sér samning um rannsóknasamstarf á fornlíffræði rostunga við Ísland. Vísindamennirnir sem koma að þessum rannsóknum koma úr ýmsum greinum vísinda, erfðafræði jarðfræði og fornleifafræði.
Meginmarkmið rannsóknarinnar, sem felur m.a. í sér aldursgreiningu beina, svipfarsgreiningu þeirra og erfðagreiningu, er að varpa ljósi á fornlíffræði rostunga hér við land, útskýra aldur þeirra, jarðsögulega stöðu, líffræði og hugsanleg tengsl við rostungsstofna annar staðar í norðanverðu Atlantshafi. Gagnasafnið sem liggur til grundvallar rannsókninni nær til beinaleifa um 50 rostunga sem fundist hafa hér við land á undaförnum 100 árum eða svo.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:15 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.