4.2.2015 | 09:19
Hvatberalækningar verða að veruleika
Erfðalækningar hafa verið prófaðar í nokkrum tilfellum. Þær fela í sér að gera breytingar á erfðaefni einstaklinga, til að lækna þá af sjúkdómi eða til að fyrirbyggja sjúkdóm.
Þær tilraunir sem gerðar hafa verið, hafa verið til að reyna að lækna sjúkdóm.
Enn hefur ekki verið farið í að breyta erfðasamsetningu fólks, til að fyrirbyggja sjúkdóm.
Það kann að breytast með samþykkt Breska þingsins. Eins og við höfum fjallað um hér (sjá pistla neðst), skaða ákveðnar stökkbreytingar starfsemi hvatbera í frumum. Hvatberar eru orkuverksmiðjur líkamans, og bera í sér stutta litninga sem eru með nokkra tugi gena. Bróðurpartur erfðaefnis okkar er annars geymt í kjarnanum (heildar fjöldi gena í okkur er um 25.000).
Hvatberarnir erfast bara frá mæðrum, og því er hægt að fjarlægja þá með því að flytja kjarna á milli eggfruma.
Bætt við:
Fréttamaður mbl.is (Kjartan) hafði samband og ræddi við okkur um hvatberalækningar.
Sjá
Sjá ítarlegri umfjöllun í öðrum pistlum:
Arnar Pálsson | 28. ágúst 2009 Api með þrjá foreldra
Rúv 7. ágúst 2014. Deilt um þátt þriðja foreldris
Getur átt þrjá líffræðilega foreldra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 19.2.2015 kl. 17:36 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.