Leita í fréttum mbl.is

Hrakningar Náttúruminjasafnsins halda áfram

Náttúruminjasafn Íslands er lokað í dag, eins og alla aðra daga. Safnið er til samkvæmt lagabókstaf, en ekki sem eiginlegur staður þar sem íslendingar og ferðamenn geta komið og fræðst og forvitnast um náttúru landsins.

Í miðbæ Reykjavíkur eru einkarekin söfn sem gera sérstaklega út á forvitni ferðamanna um náttúru Íslands, norðurljósa safn, eldgosaminjar og fuglasafn.

En íslenska ríkið hefur ekki þor til að byggja upp almennilegt safn - sem þjónar ferðamönnum, íslendingum og rannsóknum, eins og alvöru náttúrminjasöfn í Evrópskum og amerískum stórborgum (Smithsonian, Náttúruminjasafnið í London, Field Mueseum í Chicago).

Náttúruminjasafn Íslands hefur undanfarin ár haft aðstöðu í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu fyrir starfsemi sína, en RÚV skýrði frá að samningi safnsins hefði verið sagt upp.

Forsagan er sú að safnið og Loftskeytastöðin heyrði undir þjóðminjasafn - en Forsætisráðherra ákvað að færa safnið undir Háskóla Íslands. Mínir heimildarmenn vita ekki hver röksemdin fyrir tilflutningum sé, eða hver hafði frumkvæði að gjörningnum.

En veruleikinn er sá að nú hefur HÍ sagt upp húsnæðissamningnum við Náttúruminjasafnið - aftur án skýringa. Þannig að óbreyttu verður starfsemi þess á götunni eftir 6. mánuði.

RÚV 9. feb. 2015. Náttúruminjasafnið í húsnæðishraki

Á þessari síðu höfum við oft fjallað um hrakningar Náttúruminjasafnsins. Einnig er rétt að geta þess að nýlega hófum við samstarf við Náttúruminjasafnið um rannsóknir á rostungum.

27/01/2015 Samstarfssamningur Líffræðistofu við Náttúruminjasafn Íslands

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband