Leita í fréttum mbl.is

HÍ fær að henda út náttúruminjasafninu

Fréttatilkynningar eru merkilega fyrirbæri. Þær miðla bara þeim upplýsingum sem þeir sem skrifa þær vilja koma á framfæri.

Í landi þar sem fjölmiðlar prenta bara fréttatilkynningar, er hætt við að fólk fái bara hálfan sannleikann eða eitthvað þaðan af verra.

Í nýlegri tilkynningu frá HÍ er sagt frá því að HÍ fái nú aftur umsjón með Loftskeytastöðinni, sem Þjóðminjasafn hefur haft til umráða í áratug.

Ekki fylgir sögunni að í stöðinni hefur verið skrifstofa Náttúruminjasafns Íslands. Safnið fékk einmitt bréf nýlega um að leigusamningi þess hefði verið sagt upp, af HÍ.

HÍ fékk sem sagt tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu Náttúruminjasafns Íslands, en kaus að fleygja safninu á götuna.

Náttúruminjasafn, þegar það loksins kemst á koppinn, mun geta frætt okkur um lífríki lands og jarðfræði. Þar getum við lært eða endurlært lögmál náttúrunnar og krafta hennar.

Safnið mun vonandi einnig taka þátt í að rækta með næstu kynslóðum virðingu fyrir staðreyndum og gagnrýna hugsun. Ekki virðist vanþörf á.


mbl.is HÍ fær gömlu Loftskeytastöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband