Leita í fréttum mbl.is

Þarf að endurfjármagna háskólakerfið

Fréttastofa RÚV fjallaði loksins um rektorskjör í Háskóla Íslands. Nú í vor verður nýr rektor kjörinn og eru þrír í framboði. Guðrún Nordal, Jón Atli Benediktsson og Einar Steingrímsson.

Rætt var við Magnús K. Magnússon, forseta læknadeildar um rektorskjörið. Hann sagði

Ég held að það sem allir þessir frambjóðendur þurfa að fókusera á, og ég held að þeir geri það, og það er að endurfjármagna háskólakerfið í heild sinni. Við þurfum að hafa mikið aðhald í því hvernig þessum peningum er veitt en við þurfum miklu meiri peninga.

Fréttamaður spurði:

Magnús Karl En hvað gerist ef við gerum þetta ekki?

Og Magnús svaraði:

Þá held ég að íslenskt samfélag dragist aftur úr menntun. Háskólamenntun og vísindastarf er einn af burðarásum í nútímasamfélögum

RÚV 23. feb. 2015 Þarf að endurfjármagna háskólakerfið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Arnar!

Kannski mætti forgangsraða fjármunum eitthvað betur en nú er gert.

=Hvað leiðir til framþróunnar og hvað ekki?

http://www.ruv.is/frett/leiklistarnemar-dyrastir

Jón Þórhallsson, 24.2.2015 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband