Leita í fréttum mbl.is

Háskóladagur: DNA, dýr og frumur í Öskju 28. febrúar 2015

Síðustu fimm ár hefur líffræðin opnað tilraunastofur okkar í Öskju á Háskóladeginum.

Í ár kynnum við BS nám í líffræði og BS nám í sameindalíffræði og lífefnafræði í samstarfi við Raunvísindadeild HÍ.

Hveljurannsoknir_FannarTheyr

SaraPipettar

 

Staður og stund: 12 til 16 þann 28. febrúar í Öskju - Náttúrufræðihúsi HÍ.

Tilraunastofur verða opnar gestum.

Hægt verður að sjá fiska

einangrun á DNA úr lauk

margvíslegar örverur

einangrun prótína 

höfuðkúpur mismunandi dýra, frá hrefnu til Neanderdalsmanns

erfðabreytta sveppi og kynjaplöntur

verkfæri og aðferðir sem notaðar eru við rannsóknir á fiskistofnum

DNA örflögur til að skoða tjáningu 25.000 gena mannsins

fuglshami, furðulega hryggleysingja og tanngarð úr hákarli

dsimulans_dsechellia_lottetal2007_s.jpg

Nemendur og kennarar í líffræði, lífefnafræði og sameindalíffræði verða til taks og útskýra uppbyggingu námsins, helstu áherslur og framtíðarmöguleika að námi loknu.

Háskóladagurinn í HÍ verður í fleiri byggingum og í Öskju bætast við félagar okkar á Verk og náttúruvísindasviði.  

Mynd 1. Fannar Þeyr Guðmundsson - tekin í Eyjafirði við rannsóknir. Mynd 2. Sara Sigurbjörnsdóttir klónar gen. Mynd 3. Genatjáning í fóstrum ávaxtaflugunar á ~3 klst. þroskunar - mynd úr grein Lott og félaga 2007 í PNAS.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Arnar!

Mér finnst alltaf vanta aðal-spurninguna hjá Háskóla Íslands:

ERUM VIÐ ALEIN Í GEIMNUM EÐA EKKI?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1619732/

Jón Þórhallsson, 25.2.2015 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband