27.2.2015 | 09:17
Sjóferð sjö laxa - í hádeginu
Hvert fara laxarnir þegar þeir ganga í sjó?
Hvernig rata þeir aftur heim?
Eru þeir virkir á daginn eða næturna?
Eru þeir hamingjusamir á sundi sínu?
Jóhannes Guðbrandsson doktorsnemi við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ, mun ræða fyrstu tvær eða þrjár spurningarnar, í erindi um rannsóknir á fari laxa sem hann vann í samstarfi við sérfræðinga á Veiðimálastofnun.
Erindið hans kallast Sjóferð sjö laxa. Fæðugöngur og dýpisatferli íslenskra laxa (Salmo salar L.) metið með mælimerkjum.
Ágrip erindis.
Árin 2005 og 2006 var samtals sleppt 598 gönguseiðum í Kiðafelssá í Kjós sem báru DST-merki sem mældu hitastig og dýpi. Fimm laxar skiluðu sér til baka 2006 og tveir 2007 allir eftir ársdvöl í sjó. Merkin mældu hita og dýpi alla sjávardvölina. Laxarnir hélt sig að mestu leiti við yfirborðið og dægursveiflur voru í dýpisatferli þar sem laxinn hélt sig dýpra á daginn. Laxarnir hélt sig milli 6 og 15 °C. Við bárum hitastigið saman við yfirborðshita sjávar (NOAA) til að staðsetja fiskinn á mismunandi tíma. Útfrá ofangreindum dægursveiflum í dýpi mátum við sólarhádegi yfir vetrarmánuðina. Við beittum huldu Markov líkani (Hidden Markov Model) til að ákvarða staðsetningu út frá þessum tveimur þáttum. Laxarnir héldu sig suðvestur af landinu í Irminger hafinu fyrsta sumarið en héldu austur í átt til Færeyja um haustið, en héldu svo til baka í Irminger hafið þar sem þeir dvöldu þar til þeir sneru heim í ánna. Laxarnir tóku stuttar og djúpar dýfur (>100 m) á seinni hluta sjávardvalarinnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:18 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.