6.3.2015 | 14:05
Hið sérstæða lífríki Hawaii
Eyjar nær miðbaug bera flestar mjög sérstök lífríki. Hawaii-eyjaklasinn varð til vegna virkni heits reits, en einn slíkan má líka finna undir Íslandi.
Á eyjunum má finna margar einstakar tegundir. Sumar þeirra eru mjög ólíkar, en samt náskyldar eins og ávaxtaflugurnar á Hawaii og silfursverðin. Þær eru hliðstæðar finkunum á Galapagos eyjum (sem eru reyndar líke eldfjallaeyjar), sem eiga uppruna sinn á meginlandi, en hafa síðan þróast í margar ólíkar gerðir.
Silfursverðin á Hawaii (sjá mynd af Arizona háskóla), eru í miklu uppáhaldi hjá mér, af grasafræðilegum og persónulegum ástæðum.
Ein mikilfenglegasta tegundin vex í Haleakala gígnum, fyrst í mörg ár sem silfurlitaður brúskur en síðan blómgast þau í einum svakalegum rykk, og deyja.
Þetta er einmitt dæmi um semelparaous lífstíl, þar sem allt púður er sett í eina glæsilega æxlun. Eins og rætt var í fyrirlestri í morgun.
Ítarefni.
Fleiri myndir má sjá á www.arkive.org
Upplýsingar um silfursverð á vef grasafræðideildar Hawaii haskóla (Hawaiian silversword alliance, UH Botany).
Young, T. P. (2010) Semelparity and Iteroparity. Nature Education Knowledge 3(10):2
Eldfjöll af braut um jörðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:08 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.