Leita í fréttum mbl.is

...bananafluga bindur á sig skauta

Jón Gunnarsson þýddi margar teiknimyndasögur á síðustu öld, og lék sér að orðum og vísunum. Í upphafi sögu um ævintýri Svals og Vals í Bretzelborg leikur dægurtónlist stórt hlutverk. Jón leggur út frá þekktu lagi og ljóði eftir Sigfús Halldórsson og Sigurður Elíasson, lækur tifar létt... Mér þykir sérlega vænt um kveðskapinn því pöddur og dýr margskonar fá þar að njóta sín.

Lækur tifar létt um máða steina

lúin ýsa geispar svaka hátt

halakarta hoppar eins og kleina

með höfuðið svo undur, undur blátt.

Ánamaður ýlir eins og flauta,

engispretta býður góðan dag

bananafluga bindur á sig skauta

bjöllusauður raular litið lag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband