26.3.2015 | 16:35
Að greina á milli vísinda og hjávísinda
Netið er drekkhlaðið hjávísindum, sem koma í ýmsum blæbrigðum. Einföld leit að lykilhugtökum getur sent fólk á síður sköpunarsinna eða þeirra sem afneita bólusetningum.
Á netinu þrífst andróður gegn gegn tækni, læknisfræði, erfðatækni, og jafnvel sögulegum staðreyndum. Samsæriskenningar um að tungllendingin hafi verið plat eða að Bush hafi sjálfur sprengt tvíburaturnanna blómstra. Sölumenn ganga hús úr húsi og selja afklösterað vatn eða einföld raftæki sem allrameinabót, og vísa í erlenda sérfræðinga og vísindalega útlítandi vefsíður.
Forsíða National Geographic fyrir mánuðin er einmitt - The War on Science.
Fólki er sannarlega vorkunn, að reyna að átta sig á sannleikanum í hafsjó "upplýsinga".
Hanna G. Sigurðardóttir í Samfélaginu, ræddi við Ernu Magnúsdóttur frumulíffræðing um það hvernig getum við greint á milli raunverulegra vísinda og hjávísinda.
Ég mæli eindregið með því að fólk hlýði á viðtalið, og þakki Hönnu og Ernu kærlega fyrir framtakið.
RÚV Samfélagið 25.03.2015 Hjávísindi og vísindi - að greina á milli
National Geographic - Why Do Many Reasonable People Doubt Science
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:37 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Hérna er grein sem svarar þessari sérstaklega lélegu grein í National Geographic, sjá: http://creation.com/ng-response
Mofi, 27.3.2015 kl. 12:58
Aðrir lesendur
Mofi er sköpunarsinni, sem rangtúlkar staðreyndir með þeim gleraugum.
Mofi
Ég mun ekki skrifast á við þig nú næstu daga, málingarvinna á hug minn allan.
Arnar Pálsson, 27.3.2015 kl. 18:02
Lesendur :)
Endilega lesið greinina, það er alveg á hreinu að staðreyndirnar eru það sem National Geographic fer mjög illa með. Ásamt því að nota alls konar óheiðarlegaa taktík til þess að gera lítið úr þeim sem eru þeim ósammála. Greinin í creation.com fer yfir nokkur dæmi þar sem sköpunarsinni fer á móti vísindasamfélaginu og afrekar síðan gífurlega miklu fyrir vísindaframfrir, sjá:
http://creation.com/ng-response
Dr Raymond Damadian was not deterred from his ideas about nuclear magnetic resonance when skeptics said that the technology would mean having to rotate a patient 10,000 revolutions per minute, and theoretical physicists said that his ideas were beyond the laws of physics—and it’s a good thing, because MRI has saved countless lives.
Raymond Damadian er sköpunarsinni sem fann upp MRI tæknina sem er ein af merkustu framförum í læknavísindum síðustu aldar.
Ég vil ekki leika þann leik að vera að láta sem svo að þróunarsinnar eru plat vísindamenn þótt ég er ósammála þeim varðandi kenningar um fortíðina. Mér finnst þannig leikur að reyna að gera lítið úr fólki vegna þess að þú ert ósammála þeim vera ómerkilegur og finnst slappt að National Geographic ákvað að fara í þannig sandkassaleik.
Mofi, 27.3.2015 kl. 21:53
Arnar, bara ef þú ef hefur tíma og nennir,ég er alveg sáttur við að eiga síðasta orðið :)
Mofi, 27.3.2015 kl. 21:53
Lesendur aðrir
Mófi heldur því fram að afrek fólks velti á því hvaða trúarbrögð fólk hefur (eða ekki).
Með sömu rökum mætti segja að afrek fólks velti á því hvaða hárlit fólk hefur, eða hvaða mínútu klukkustundar (nútíma stjörnuspeki, með meiri nákvæmni).
Sköpunarhugmyndir eru ekki vísindi, og þar við setur.
Ef það er þér einhver huggun Mofi, þá máttu alveg eiga síðasta orðið (en það hefur ekkert vægi frekar en háraliturinn og trúin).
Arnar Pálsson, 29.3.2015 kl. 09:26
Hvar held ég því fram að afrek fólks velti á því hvaða trúarbrögð það hefur?
Ég bendi á afrek sköpunarsinna til vísinda til að andmæla árás þróunarsinna á sköpunarsinna eins og aðeins þróunarsinnar eru alvöru vísindamenn.
Hvernig stendur á því að megnið af þeim sem lögðu grunninn að nútíma vísindum voru sköpunarsinnar en að þeirra hugmyndir eru ekki vísindi. Heldur þú Arnar að stærstu nöfn vísindanna væru þér sammála að þínar hugmyndir um fortíðina eru alvöru vísindi en þeirra hugmyndir eru plat vísindi?
Mín huggun er að staðreyndr og rök styðja mínar trúarskoðanir en aðeins guðleysis heimspeki styður þinar trúarskoðanir.
Mofi, 29.3.2015 kl. 12:26
Sæll Mófi
Þú segir:
Hvar held ég því fram að afrek fólks velti á því hvaða trúarbrögð það hefur?
Og sannar síðan mál mitt
Hvernig stendur á því að megnið af þeim sem lögðu grunninn að nútíma vísindum voru sköpunarsinnar..
Við höfum áður rætt um þetta, og ég áréttað að vísindin virka - finna svör við spurningum vegna aðferðarinnar sem beitt er og samfélagsins. Og vísindaleg aðferð byggir á prófanlegum tilgátum, og á þeim þröskuldi falla sköpunarsinnar nútímans.
Þeir sem þú kallar sköpunarsinnar fortíðar, voru náttúruguðfræðingar sem trúðu á guð og sköpun, en gátu samt rambað á rétt svör í jarðfræði eða efnafræði (líkega vegna þess að guðstrúin og biblíutilgátur voru ekki að flækjast fyri þeim þar).
Sköpunarsinnar nútímans eiga ekkert sameiginlegt við þessa fræðimenn fortíðar, því að nútímamennirnir eru ekki fræðimenn heldur fólk sem er að undirbyggja sína lífsskoðun og samfélag og persónu, með því að klæða vísindalegar staðreyndir í biblíuklæði.
Ef þú læsir nú NG greinina (en ekki skrumskælingu hennar á creation.com) gætiru séð að hún fjallar mikið um félagsfræði trúar og lífskoðanna, sem allir geta lært af.
Arnar Pálsson, 30.3.2015 kl. 15:53
Þetta sannar auðvitað ekki mál þitt því að ég hef aldrei haldið því fram að þróunarsinnar eru ekki alvöru vísindamenn eða leggja ekkert að mörkum til vísinda. Ég síðan afgreiði ekki þróunarkenninguna í einum bretti sem plat vísindi heldur tel að maður metur kenningar út frá staðreyndum og sú sem passar best við gögnin er líklegust til að vera hin réttari.
Punkturinn með því að benda á að stofnendur nútíma vísindanna er til að svara ásökununum sem koma fram í þessari grein og hjá þér sem lætur þetta líta þannig út að aðeins þróun er vísindi og sköpunarsinnar eru ekki vísindamenn. Ég tók síðan dæmi af núlifandi vísindamanni sem er sköpunarsinni sem lagði mikið af mörkum til læknavísindanna ásamt fleiri afrekum.
Creation.com vitnar beint í NG greinina og útskýrir rökvillurnar, það ætti að duga öllum en ef þú heldur að hún fari einhvers staðar með rangt mál þá endilega færðu rök fyrir því.
Mofi, 30.3.2015 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.