Leita í fréttum mbl.is

Hvað orsakar þunglyndi? Um blekkingar og hagsmuni

Meðal manna er breytileiki í mörgun eiginleikum, stærð, formi og hegðan. Atferli og lundarfar eru meðal merkilegustu eiginleika mannsins og líklegt er að þróun þessara eiginleika hafi verið ör í forfeðrum okkar þegar þeir slepptu trjágreinum og tóku að vafra um steppurnar.

Sem líffræðingi finnst mér forvitnilegt að velta fyrir mér líffræðilegum ástæðum ólíkra skapgerða, atferlis og lundarfars. Geðsjúkdómar eru samheiti fyrir ýktustu tilfelli breytileika sem finnst meðal mannkyns, en orsakirnar eru ansi illa þekktar.

Nokkrir þættir geta haft áhrif á breytileika í eiginleika, eins og í handalögun eða lundarfari. Þetta eru tilviljun, umhverfi og erfðir. Allir þessir þættir geta breytt líffræði einstaklinga og skapgerð. Einnig er algengt að sampil sé á milli þátta, eins og milli erfðaþátta og umhverfis, eða ólíkra erfðaþátta. En því fer fjarri að við vitum hverjar orsakirnar eru, jafnvel fyrir algengt ástand eins og þunglyndi.

Steindór J. Erlingsson hefur fjallað um þennan sjúkdóm, og kannað sérstaklega stórhættuleg tengsl lyfjaiðnaðarins og geðlæknastéttarinnar. Hann fjallar um málið í nýlegum pistli í Kjarnanum (Hvað orsakar þunglyndi? Um blekkingar og hagsmuni).

„Þunglyndi orsakast af ójafnvægi í boðefnakerfi heilans“, tjáði geðlæknirinn mér árið 2001. „Þunglyndislyfið kemur aftur á jafnvægi“, hélt hann áfram, „og verður þú að taka lyfið það sem eftir er ævinnar“. Ég hafði auðvitað enga ástæðu til annars en að trúa þessu. Jafnvægið lét hins vegar á sér standa því þunglyndið hélt áfram af miklum krafti næstu árin. Ég tók ýmsar gerðir geðlyfja samviskusamlega í þeirri trú að jafnvægi kæmist loks á. Svo kom áfallið. Árið 2006 breytti þunglyndislyf lífi mínu í martröð um margra mánuða skeið. Leikurinn endurtók sig árið 2007, þá með tveimur öðrum gerðum þunglyndislyfja.

Talsverður ótti kviknaði innra með mér þegar ég sá fram á að geta líklega ekki aftur tekið þunglyndislyf.  „Hvernig get ég losnað við þunglyndið“, hugsaði ég,  „ef líkaminn er búinn að hafna lyfjaflokknum sem ræðst beint á orsökina“? Þá vissi ég auðvitað ekki að bæði ég og geðlæknirinn minn höfðum verið blekktir. Staðreyndin er nefnilega sú að hugmyndin „um ‚efnaójafnvægi‘ í mannsheilanum er ein ótrúlegasta ofureinföldunin í vísindum og ein versta arfleifð lyfjaiðnaðarins“. Hún hefur líka haft skaðlegar afleiðingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Að hverskonar viðfangsefnum beinir fólk huga sínum að?

Eru það sóðalegar glæpamyndir á rúv eða 

UPPBYGJANDI OG JÁKVÆÐ FRÆÐSLA?

https://www.youtube.com/watch?v=IaDOkMEK4uk

Jón Þórhallsson, 6.4.2015 kl. 12:24

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Ef okkur líðst orðasprell, sumir beina huga sínum að sóðalegri fræðslu eða uppbyggjandi glæpum...

Arnar Pálsson, 13.4.2015 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband