13.4.2015 | 12:09
Flott útsala í bóksölu stúdenta
Bóksala stúdenta er uppáhaldsbókabúðin mín hérlendis. Í erlendum borgum reyni ég að finna bókabúð með stórt safn, eða sem selur notaða titla, helst nálægt háskóla því þar er meira af vísinda og fræðibókum. Síðastliðið sumar dvaldi ég í East Lansing, við rannsóknarleyfi í Michigan State University. Reyndar var skólabókabúðin ómöguleg, en á verslunargötunni við hliðina var Curious Book Shop (www.curiousbooks.com/) sem geymdi marga gersemina.
Óður til bóksölunnar.
Sem áhugamaður um skáldverk og vísindabækur finn ég iðullega eitthvað spennandi í hillum eða borðum. Nú stendur yfir útsala á erlendum titlum, bæði fagurbókum og ljótum bókum, um fagra hluti og ljóta, gagnslausa og hagnýta, sem og hugmyndir stórar og smáar, sannar og rangar, óreyndar og margprófaðar, óljósar og skarpar, sundrandi og sameinandi. Ég gekk út með annað eintak af The amazing life of Henrietta Lacks (til gjafa), Crisis on campus eftir Mark Taylor og bók um erfðamengi mannsins (því mig vantar einmitt eina erfðafræðibók í viðbót...).
Hver var Henríetta Lacks - Hvað eru HeLa-frumur?. Vísindavefurinn 9.3.2015. http://visindavefur.is/?id=69338.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:53 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.