Leita í fréttum mbl.is

Nýfundnar dýrategundir á íslenskum jöklum

Landinn ræddi við bandarískan sérfræðing Daniel Shain, sem er gestaprófessor við Líffræðistofu HÍ.

Á vef RÚV er hægt að sjá viðtalið, og hér að neðan fylgir lýsing dagskrárgerðarmannsins.

--------------

Dan Shain er bandarískur fræðimaður við Háskóla Íslands. Hann er þróunarlíffræðingur sem kom hingað til lands til þess að leita að lífi á íslenskum jöklum.
 

Og leitin bar árangur. Í sýnum sem tekin voru á Vatnajökli og Langjökli fundust agnarsmá hjóldýr; hryggleysingjar sem finnast í vatni um allan heim - en hingað til hefur ekki verið vitað um tegundir hjóldýra sem geta lifað á ís.

Landinn fékk að kynnast Dan og rannsóknum hans á þessum agnarsmáu dýrum, en þær geta mögulega komið læknavísindunum að gagni. Það er að segja, verði hægt að komast að því hvað gerir þeim kleift að lifa á ís verður mögulega hægt að nýta þá þekkingu til þess að lengja líftíma líffæra eftir að þau eru tekin úr líffæragjafa og áður en þau eru grædd í líffæraþega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Dæmi um ranga fogangsröðun í vísindakerfinu:

Þetta eru bara einhverjar pöddur sem að skipta engu máli og berast með vatni og vindum út um allar trissur og þarfnast engar rannsóknar.

Jón Þórhallsson, 13.4.2015 kl. 17:36

2 Smámynd: Snorri Hansson

Jón Þórhallson kemur með ofurskarpa og hávísindalega greiningu á málinu. :

„Þetta eru bara einhverjar pöddur sem að skipta engu máli“

Það var fyrir nokkrum árum að ungur bandarskur vísindamaður að útskýra al heimsundrið

í frægum sjóvarpsþáttum. Í ei num þáttanna  var hann á Íslandi  og m.a. kom hann í

 íshelli í Vatnajökli. Það tók íslenskur vísindamaður sýni úr hellisveggnum og sýndi þeim

Bandaríska, lífverur sem lifðu „góðu“ lífi í klakanum.

 

Og til þess að vera álíka  vísindalegur og Jón Þórkallsson þá sögðu allar mömmur  á Akranesi

þegar ég var lítill kútur : „Ekki borða snjóinn , það eru ormar í honum“.

Snorri Hansson, 18.4.2015 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband