Leita í fréttum mbl.is

Breytið heiminum, með forvitni og efa

Hvernig virkjum við unga fólkið til góðra verka?

Hvernig blásum við þeim í brjóst von og dug?

Hvernig kveikjum við áhuga þeirra á framtíðinni, og viljan til að breyta heiminum til hins betra?

Ein leið er að fá reglulega vandaðan mann til að tala við unga fólkið. Sævar Helgi Bragason er einn slíkur, almannafræðari og vísindapredikari af guðs náð (afsakið orðaleikinn).

Í ræðunni fyrir fermingarbörn Siðmenntar leggur hann áherslu á tvö einkenni vísinda, forvitni og efa.

augndiskurForvitnin er hvati hugmyndanna, ef áhugi okkar er vakinn á einhverju fyrirbæri eða vandamáli, virkjast heilabúið og reynir að ráða gátuna. Eða í sumum tilfellum, að finna nýja gátu.

Efinn er samofinn vísindum, því það er ekki nóg að fá góða hugmynd - heldur þarf að prófa hana. Allar vísindalegar tilgátur verða að fara í gegnum ströng próf, til að við fáum tiltrú á niðurstöðunum.

Sævar vitnaði líka til frægrar bókar Carl Sagan, um fölbláa punktinn (pale blue dot).

Þar setur Sagan mannlega sögu og baráttu í stjarnfræðilegt samhengi. Í því samhengi verða átök manna á milli, um auð, lönd og hugmyndir, ansi hjákátlegar. Sagan leggur áherslu á smæð mannsins og vekur okkur samkennd, sem er besta vopnið gegn átökum og sundrungu.

Vísindin hjálpa okkur að skilja náttúruna og manninn, en vísinda og fræðimenn þurfa líka að starfa í samfélagi manna til breyta heiminum til betra. Meðal annars með því að kenna, fræða og vekja forvitni.

Viðauki.

Myndin sýnir frumur í augndisk ávaxtaflugu á þroskaskeiði. Blátt eru taugasímar, grænt stoðefni og rautt sérstakar frumur. Mynd tók Sigríður R. Franzdóttir.


mbl.is „Ég vil að þið breytið heiminum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hérna er GUÐSPEKI-fyrirlestur sem að ætti erindi til fólks á öllum aldri:

Gæti verið að einhverjir utanjarðargestir séu að reyna að ná sambandi við okkur jarðarbúa í gegnum kornmunstrin sem að hafa verið að birtast aðallega í Englandi?

Sjálfur trúi ég því að 98% munstranna séu ORGINAL.

=Gerð með LASER úr UFO-diskum.

https://www.youtube.com/watch?v=hAV4iWhFiSE#t=225

Jón Þórhallsson, 15.4.2015 kl. 12:49

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Eftir vandlega íhugun finnst mér betra að mæla með erindi Sævars Helga.

Arnar Pálsson, 22.4.2015 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband