Kæru rektorsframbjóðendur og samstarfsmenn
Það hefur verið örvandi og ánægjulegt að fylgjast með opinni umræðu um stöðu, stefnu og markmið Háskóla Íslands. Það væri yndislegt ef rektorskosningar væru á hverju ári.
Í kjölfarið af góðum ábendingum Vilhjálms Árnasonar og eftir samræður við félaga, spruttu nokkrar spurningar til frambjóðenda um kosningabaráttuna og framtíðarplön. Þær eru fæstar mínar, en ég held að þær eigi erindi við frambjóðendur og kjósendur.
Á undanförnum mánuði hafa frambjóðendur prentað úrval plakata, myndbanda, boðið snittur, safa og áfengi, auglýst í kvikmyndahúsum og á öðrum miðlum.
1) Rétt eins og stjórnmálaflokkar þurfa að standa skil á fjármögnun framboða sinna og kosningarbaráttu, er ekki sanngjarnt að rektorskandidatar upplýsi kjósendur um fjármögnun?
2) Hvað kostar kosningarbaráttan?
3) Hvaða einkaaðillar, félög eða fyrirtæki styrkja viðkomandi frambjóðanda og hversu mikið?
Einnig má spyrja um hvernig hafa frambjóðendur fengið fólk til að standa í kosningarbaráttunni.
Mikilvægasta málið varðar stöðu undirmanna - þar sem tveir frambjóðendur eru í stjórnunarstöðum í Háskólanum (eru t.d. yfir Árnastofnun og Miðstöð framhaldsnáms) og reka stóra rannsóknarhópa.
4) Hafa frambjóðendur fengið undirmenn sína til að standa í kosningarbaráttu?
5) Ef svo er - er ekki um hagsmunaárekstra að ræða?
Seinustu spurningarnar fjalla um framtíðarplön í rannsóknum, ef viðkomandi verður kosinn rektor.
6) Hyggjast frambjóðendur leggja rannsóknir sínar á ís, ef þeir eru kosnir?
7) Hyggjast frambjóðendur setja kennslu og aðra stjórnun til hliðar, ef þeir eru kosnir?
8) Ef spurningu 6 eða 7 var svarað neitandi, hvernig ætlar viðkomandi að forðast hagsmunaárekstra sem starfandi vísindamaður/stjórnandi og yfirmaður stærsta háskóla landsins?
Ég hef ekki sótt alla fundi og lesið allt efni, og biðst forláts ef hér er hamrað á gömlu járni.
Með vinsemd og virðingu,
-------
Spurningar þessar spruttu úr samræðum við góða félaga, og sendi ég þær á rektorsframbjóðendur og Hi-starf í dag.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Einar Steingrímsson svaraði spurningunum, og gaf sitt mat á kosningarslagnum á Hi-starf síðdegis. Það verður að viðurkennast að spurningarnar bárust seint, en vonandi fást svör við þeim frá kjörnum rektor.
--------
Arnar Pálsson, 20.4.2015 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.