Leita í fréttum mbl.is

Til hvers háskólanám og til hvers háskólakennarar?

Dáldið er um liðið síðan forfeður okkar hættu að príla í trjám. Mannkynið hefur á hundruðum þúsundum ára, lagt undir sig jörðina, numið lönd og vistkerfi frá syðstu höfðum til nyrstu freðmýra.

Á síðustu öldum hafa framfarirnar verið gríðarlegar. Mannkynið hefur gert stórkostlegar uppgötvanir, þróað hugmyndir, þekkingu og tækni sem er bæði afleiðin og orskök hraðra breytinga. Ritmál, iðnvæðing og menntun ýttu undir þessar breytingar, og þær birtast m.a. í æðri menntastofnunum. Mannapar eins og við þurfa menntun til að fóta sig í nútímanum. Án skólagöngu eiga einstaklingar erfitt uppdráttar. Samfélagið þarfnast einnig vel menntaðs fólks.

Háskólar eiga að þjóna þessu hlutverki, að undirbúa fólk undir nútímann og framtíðina, þjálfa embættismenn, tæknifólk, hugsuði og gagnrýnendur.

Uppruna nútíma háskóla má finna í Þýskalandi, m.a. í skrifum E. Kant (tilvísun úr bók M. Taylor). Kant sagði:

Whoever it was that first hit on the notion of a university and proposed that a public institution of this kind be established, it was not a bad idea to handle the entire content of learning (really, the thinkers devoted to it) by mass production, so to speak - by division of labor, so that for every branch of the sciences there would be a public teacher or professor appointed as a trustee, and all of these together would form a kind of learning community called a university (or higher school). The university would have a certain autonomy (since only scholars can pass judgement on scholars as such) and accordingly it would be authorized to perform certain functions through the faculties.

Aðalatriði háskóla eins og Kant skilgreindi þá eru sjálfstjórn, skipulag og uppskipting fræðasviða, og aðgreining á milli hagnýtra og minna hagnýtra fræða. Humbolt á mikinn þátt í að settir voru á laggirnar háskólar í Þýskalandi á þessum grunni, sem Bandaríkin tóku síðar upp.

Eins og Mark Taylor ræðir í Crisis on campus: a bold plan for reforming our colleges and universities þá spretta úr þessu skipulagi allar þær togstreitur sem háskólar nútímans þurfa að takast á við.*

Háskólar eru orðnir vanir sjálfstjórn, og spyrna fast við þegar stjórnvöld eða peningaöfl reyna að ná áhrifum. Það er mjög eðlilegt viðbragð og í raun nauðsynlegt, sérstaklega þar sem inngrip stjórnvalda eða pólitískra hreyfinga, geta hamlað starfi skóla og tafið þekkingarleitina.

Uppskipting háskóla í fræðasvið býr einnig til togstreitu á milli fræðasviða, sem aftrar samstarfi og spillir fyrir þverfaglegum rannsóknum og námi.

Einnig þurfa háskóla að feta línuna á milli hagnýtingar og hrárrar (eða hreinnar) þekkingar. Taylor, sem er guðfræðingur, hvetur bandaríska skóla til að leita eftir leiðum til að auka hagnýtingargildi háskólanáms. Það mætti meta sem fjölda sprotafyrirtækja sem spretta upp úr háskólum eða með fjölda nemenda með gráður sem henta vel fyrirtækjum dagsins í dag. Eins og gefur að skilja er það auðveldara sagt en gert að vita hvaða gráður henta fyrirtækjum dagsins á morgun. Og að byggja upp nám sem býr til besta fólkið fyrir þau fyrirtæki.

Á hinn bóginn er þekkingarleitin sjálf einnig mikilvæg - hennar sjálfrar vegna. Þekkingin sem við öflum leggst í sjóð mannkyns. Brýnnar er þó að við þjálfum fólk, sem er skilur eðli þekkingarleitar og fræða. Og sem getur tekist á við nýjar áskoranir, þegar þær dúkka upp.

Að síðustu, gefur háskólanám fólki meira en prófgráður og réttindi. Það víkkar sjóndeildarhringinn, þjálfar ritfærni og námstækni, gagnrýna hugsun og víðsýni, þrautsegju og félagsleikni. Það er mikilvægt fyrir hvern einstakling, en einnig ómissandi samfélaginu.

Nýleg rannsókn frá Bandaríkjunum á fólki sem var með lágmarksgráðu til að komast inn í Háskóla, stóðu sig yfirleitt betur en þeir sem voru rétt undir lágmarksgráðunni. Kaldhæðnin í því er sú að það er varla munur á getunni í upphafi, það kann að hafa oltið á dagsformi hver lenti yfir eða undir viðmiðunarmörkunum.

En nemendur sem fóru í háskóla stóðu sig betur í lífinu, kláruðu hærri prófgráður, fengu hærri laun, og áttu auðveldara með að fá vinnu. Það að takast á við háskóla þjálfaði þrautsegju, samkvæmt David Leonhardt. Vísað er í háskólanema:

Its graduates have managed to complete adulthood’s first major obstacle course. Doing so helps them learn how to finish other obstacle courses and gives them the confidence that they can, so long as they stay focused. Learning to navigate college fosters a quality that social scientists have taken to calling grit.

Á íslandi er oft talað um hinn harða skóla lífsins, sem þjálfar þrautsegju. Strangt háskólanám gerir það sama, og menntar þig í leiðinni.

Því miður virðast nemendur hafa meiri áhuga á peningum en heimspeki eða þrautsegju.

Í nýlegri grein í New York Times, segir  frá könnun sem gerð er á fyrsta árs nemum í bandarískum háskólum:

The American Freshman Survey, which has followed students since 1966, proves the point. One prompt in the questionnaire asks entering freshmen about “objectives considered to be essential or very important.” In 1967, 86 percent of respondents checked “developing a meaningful philosophy of life,” more than double the number who said “being very well off financially.”

Naturally, students looked to professors for moral and worldly understanding. Since then, though, finding meaning and making money have traded places. The first has plummeted to 45 percent; the second has soared to 82 percent.

Viðhorf íslenskra nemenda eru líklega svipuð.

Á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem fá hæstu einkunn stækkað. Árið 1960 fengu 15% bandarískra háskólanema A en árið 2009 43%. Þýðir það að nemendurnir séu núna miklu betri, að kennararnir hafa slakað á kröfum, eða að fleiri léttir kúrsar séu í boði?

Auðvitað skiptir máli að nemendur fái góða einkunn úr skóla. Og að þeir fái góða vinnu þegar þeir brautskrást. En það er einnig mikilvægt að þeir hugsi um það hvað gefur lífinu merkingu. Þeir þurfa að ígrunda hvar má finna lífsfyllingu og fá að rannsaka heimspeki sína og mannkyns.

Því fer fjarri að okkur hafi tekist að svara spurningum í titli greinarinnar, en það var kannski ekki markmiðið. Markmiðið var að fá tækifæri til að hugsa upphátt og melta hugmyndir, svona rétt eins og háskólanemar eiga kröfu á í námi sínu.

*Hér mun ég ekki endursegja eða fjalla um hugmyndir Taylor að umbótum, þær eru rótækar og efni í annan pistil.

Ítarefni:

Stuart Rojstaczer & Christopher Healy — 2012 Where A Is Ordinary: The Evolution of American College and University Grading, 1940–2009 TCrecord.org


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er mikilvægt að Háskólinn sé alltaf með einhverja spurningu í loftinu á sínum síðum til að vekja fólk til umhugsunnar og virkja mannauðinn án kostnaðar:

Erum við t.d. ein í alheinum eða ekki?

Myndum við vilja CONTACT við samfélög sem væru þúsundum ára á undan okkur andlega og tæknilega? Y/N?

https://www.facebook.com/pages/Jón-Þórhallsson/775005592577470

Jón Þórhallsson, 15.5.2015 kl. 15:34

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Jón

Háskólinn að leggja áherslu á spurningar og leiðir til að svara þeim.

Þær eiga auðvitað að vera vísindalegar.

Arnar Pálsson, 18.5.2015 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband