Martin A. Lysak, prófessor við Central European Institute of Technology (CEITEC), Masaryk University, Brno, Tékklandi, flytur gestafyrirlestur undir yfirskriftinni Fjöllitnun og þróun erfðamengja í krossblómaætt (Genome and karyotype evolution in Brassicaceae).
22. maí 2015 12:30 Askja Stofa 130
Ágrip:
Handan við módelplöntuna vorskriðnablóm: Erindið fjallar um litninga- og sameindaerfðafræðilegar rannsóknir á erfðamengi plöntutegunda í krossblómaætt eða kálætt. Innlendar tegundir hérlendis eru um 20 og dæmi eru vorblóm, vorperla, melablóm, jöklaklukka, fjörukál og alurt. Þekking á þessu sviði þróunarfræðinnar er mikilvægur grunnur að varðveiðslu vistkerfa ekki síst vegna hnattrænna loftslagsbreytinga. Helstu heimidir eru m.a. Mandáková et al. (2013, The Plant Cell, 25), Lysak (2014, New Phytologist, 203) og Koenig & Weigel (2015, Nature Reviews Genetics, 16).
Fyrirlesturinn er í boði samstarfsverkefnisins Establishing Czech-Icelandic collaboration in plant cytogenomics sem styrkt er af EEA-Norway áætlunni.
Gestgjafi er Kesara Anamthawat-Jónsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild
http://www.hi.is/vidburdir/fjollitnun_og_throun_erfdamengja_i_krossblomaaett
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.