Leita í fréttum mbl.is

The guardian er besta blað í heimi

Í gamla Íslandi voru dagblöð gefin út af félögum tengdum stjórnmálaflokkum eða eignamönnum. Hér voru stærstu aðillarnir ekki sjálfstæð dagblöð, sem lögðu áherslu á vandaða blaðamennsku, blaðamennskunar vegna. Heldur voru það Þjóðvilji vinstri aflanna og Morgunblað sjálfstæðisflokksins.

Sem stráklingi fannst mér Mogginn alltaf læsilegastur, amk. fréttirnar frá útlöndum og skrýtlurnar. Þegar maður flutti til útlanda, og fékk aðgang að netinu opnaðist fyrir manni heimur vandaðrar blaðamennsku, og kröfurnar jukust.

Í áratug hef ég alltaf getað leitað í The Guardian eftir mjög vandaðari umfjöllun um atburði í Evrópu og á heimsvísu.

Blaðamenn the Guardian er einnig ekkert heilagt. Þeir grafa upp sannleikann um feilspor hægri manna og vinstri manna, ríkra og fátækra glæpamanna, og reyna að setja hlutina í stærra samhengi en "maður myrti mann".

Dæmi um stórar fréttir í dag.

Fears NSA will seek to undermine surveillance reform

Sem fjallar breytingar á bandarískum lögum, sem varða persónuvernd. Lagabálkurinn the Patriot act, sem opnaði á að bandaríska ríkið (NSA) njósnaði um bandaríska og erlenda borgara, féll úr gildi og nú stendur yfir umræða um endurbætur.

Isis captured 2,300 Humvee armoured vehicles from Iraqi forces in Mosul

Hryðjuverkasamtökin Is halda áfram að styrkjast, m.a. vegna vanhæfni Írakska hersins.

Ukraine prisoners stranded in legal limbo on the frontline of a war

Hvað gerist fyrir fanga í fangelsi, sem er ekki lengur hluti af landinu sem þeir voru dæmndir í? 17000 fangar í austurhluta Úkraínu fá engin svör við þeirri spurningu.


mbl.is Fyrsta konan í 194 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki að spyrja að trúgirninni hjá sumum: "The guardian (sic) er besta blað í heimi"!

Jón Valur Jensson, 1.6.2015 kl. 15:28

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þjóðviljinn var ekki eina blað vinstrimanna, einnig Alþýðublaðið. En Þjóviljinn var klárlega leiðinlegasta blaðið... m.a.s. voru leiðinlegar. Í Þjóðviljanum birtist reglulega sovétáróður... og svo töluðu þeir um "Moggalýgi" laughing

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.6.2015 kl. 23:33

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

  "m.a.s. voru [skrítlurnar] leiðinlegar."

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.6.2015 kl. 23:34

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Jón Valur

Ég ætla ekki að tala um trúgirnina þína, og færist undan því að ræða þann eiginleika sem þú eignar mér.

Sæll Gunnar

Blöð sem flokkslínur eða hagsmuni eigenda framar sannleikanum - ljúga. Það á við bæði um Þjóðviljan og Moggann (þá og nú).

Mér fannst reyndar Kalli og Kobbi (Calvin and Hobbes) afburða góðir í Þjóðviljanum, og mun betri en Ferdinand.

Aðrir.

Í veröld nútímans á ritmál og vönduð fréttamennska undir högg að sækja. The Guardian eða eitthvað annað blað/miðill, er ekki töfralausn við þeim vanda.

Til þess að lýðræðið, hagsældin og velferðin fái þrifist þurfa þegnarnir að standa vörð um rétt sinn og grundvallargildi. En þá er einmitt gott að hafa fréttamiðla sem hjálpa okkur að skilja hverjir eru áhrifamestu þættir eða öfl í samfélaginu, og hvert það er að stefna. Og benda á brotalamir og siðleysi einstaklinga hvar í flokki eða sveit þeir eru settir.

Arnar Pálsson, 2.6.2015 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband