Leita í fréttum mbl.is

Fríð og fjölbreytileg fiðrildi

Fiðrildi eru listaverk lífheimsins. Tærir litir og heillandi mynstur prýða vængina. Sumir eru með regluleg mynstur á meðan aðrir eru með "augu", sem líta út eins og rándýr að stara á mann. Á myndinni hér fyrir neðan má líka sjá dæmi um fiðrildi sem eru með ólík mynstur á efra og neðra byrði vængjanna.

MSU_museum_butterflies

Myndin er tekin í Náttúrufræðisafni Michigan State háskóla síðastliðið sumar.

Það er ansi merkilegt að háskóli fylkisins er með ljómandi laglegt náttúrufræðisafn. Á meðan getur Ísland ekki sýnt þann myndarskap að sjá til þess að Náttúruminjasafn komist á laggirnar.

Á vængjum fiðrilda er hægt að ferðast til Suður ameríku átjándu aldar og slást í för með Humbolt, Muller og Bates, sem könnuðu náttúru frumskóganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband