3.6.2015 | 17:01
Ályktun um stuðning við Náttúruminjasafn Íslands
Fundur Líf- og umhverfisvísindadeildar 2. júní 2015 samþykkti ályktun um stuðning við Náttúruminjasafn Íslands.
Náttúruminjasafn sem varðveitir náttúruminjar og miðlar þekkingu um náttúru Íslands hefur verið lengi á döfinni. Starfsemi náttúruminjasafns og Háskóla Íslands er nátengd og hefur Háskólinn ítrekað sýnt vilja til að styðja við slíka þekkingarmiðlun, m.a. með uppbyggingu húsnæðis í samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands og forvera þess.
Ályktunin hljóðar svo:
Deildarfundur Líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands hvetur forystu Verkfræði og náttúruvísindasviðs og aðra stjórnendur Háskóla Íslands til að leggjast á árar með Náttúruminjasafni Íslands til að tryggja uppbyggingu á aðstöðu fyrir starfsmenn og sýningarhald sem geri safninu kleift að uppfylla lögbundin verkefni sín. Enn fremur verði leitast við að efla rannsóknasamstarf HÍ og Náttúruminjasafns Íslands.
Með ályktuninni fylgdi greinargerð.
Kennsla og rannsóknir í náttúrufræðum við Háskóla Íslands eiga sér sterkar rætur í Náttúrugripasafni Íslands, sem komið var á fót af Hinu íslenska náttúrufræðifélagi 1889 en var afhent menntamálaráðuneytinu 1947 með kvöðum um hýsingu safnsins og starfsemi þess. Sigurður Þórarinsson var deildarstjóri í Náttúrugripasafninu frá þessum tíma þar til hann varð prófessor í landfræði og jarðfræði við nýstofnaða raunvísindadeild H.Í. árið 1968. Náttúrugripasafnið var þannig mikilvægur bakhjarl og síðan samstarfsaðili Háskólans á sviði náttúrufræða. Um nokkur ár var safnið sameinað Náttúrufræðistofnun í húsnæði að Hlemmi, en síðan skildu leiðir og í Safnalögum 2001 var Náttúrugripasafnið tilgreint sem eitt af þremur höfuðsöfnum þjóðarinnar, ásamt Þjóðminjasafni og Listasafni Íslands.
Sjá lengri greinargerð á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar HÍ.
Mynd af Loftskeytastöðinni er af vef HÍ.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.